Straumar - 01.12.1929, Blaðsíða 15

Straumar - 01.12.1929, Blaðsíða 15
STKAUMAR 189 Eftir stuttan tíma varð svo Páll að hröklast úr borginni vegna ofsókna Gyðinga, og fór þá suður til Aþenu og þaðan til Korintu. Þaðan sendi hann Timoteus norður til Þessaloniku til að hafa fréttir af söfnuðinum, og er hann kom aftur með allgóðar fregnir, skrifar hann söfnuðinum fyrra Þessalonikubréfið frá Korintu árið 50, og þannig er það líklega elzta rit N. T. Efni þess er al- menns eðlis, áminningar og lífsreglur. Enginn vafi er á því, að Páll er höf. þess. Annað Þessaloniku- b r é f hafa fræðimenn aftur verið í allmiklum vanda með, og er vafi mikill á því, hvort það sé eftir Pál eða ekki. Það er nauða líkt fyrra bréfinu, svo líkt, að menn hafa sagt, að það væri augljós stæling, en ótrúlegt, að Páll væri áð stæla sjálfan sig. En aftur eru þar á móti ýmis- legt gjörólíkt, bæði að efni og orðfæri, gagnstæðar skoð- anir á ýmsu, svo sem endurkomunni. í fyrra bréfinu er hennar vænzt mjög bráðlega, en í því síðara sagt, að hún kunni að dragast nokkuð. Þó þykja þessar ástæður ekki fullnægjandi til að neita því, að Páll sé höf. bréfsins. Prof. A. Iíamack hefir komið fram með þá skýringu á þessu vandamáli, að í Þessaloníku hafi verið tveir söfn- uðir, annar stór heiðingkristinn og hinn minni gyðing kristinn og samkomulagið ekki verið gott. Fyrra bréfið sé til heiðingkristna safnaðarins, en síðara bréfið sé skrifað samtímis til þess gyðingkristna. Bendir hann á, að í síð- ara bréfinu er mjög vísað til rita G.-T., sem auðvitað hafði meiri þýðingu við Gyðinga en heiðinkristna. Ennfremur, að endurkomuvonirnar hafi verið sterkari hjá Gyðingum en hinum og þar þurft að draga úr þeim, svo að menn hættu ekki borgaralegum störfum sínurn, eins og stund- um bar við. Sýnist þessi tilgáta Harnacks gera vel grein fyrir þessu vandamáli, og ætti þá 2. Þess. að vera skrifað samtímis hinu fyrra í Korintu árið 50. Hirðisbréfin hafa þrjú bréf N.-T. verið nefnd, 1. og 2. Tímoteusarbréf og Titusbréfið. Þetta nafn hafa þau fengið, af því að í þeim er þeim Timoteusi og Titusi lögð ráð urn stjórn safnaðanna og annað og því hefir þeim verið líkt við hirðisbréf biskupa og annara preláta kirkj-

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.