Austurstræti - 27.07.1938, Page 3

Austurstræti - 27.07.1938, Page 3
AUSTURSTRÆTI ÚR ÖLLUM ÁTTUM III: Einkennilegasti þjóðflokkur heimsins. Framh. \ UK gamla testamentisins er til önnur bók, sem segir frá þessum atburðum löngu lið- inna tíma. Það er hið Mexi- kanska fornsagna- og helgirit, sem nefnist „Popol Vuh“ (bók bókanna). Þessi bók hefir að geyma mikinn fjölda af sögum og sögnum frá fyrstu tímum landsins. Hún var þýdd á lat- ínu árið 1680 af spönskum presti og um 100 árum áður mun hún hafa verið skrifuð upp á aðgengilegt Indíánamál en upprunalega mun hún hafa geymst um ótölulegar aldir á æfagömlu Mexikönsku fornald- armáli. I „Popol Vuh“ er meðal ann- ars sagt frá sköpun heimsins, sem minnir mjög á sköpunar- sögu gamla testamentisins. Þar er sagt að fyrst var heimurinn skapaður og því næst stjörn- urnar. Ljóssins faðir skapaði svo fjóra höfuðvini eða anda jarðarinnar, þeir voru ekki í mannlegri mynd, heldur dýr eða jurtir. — Andlit jarðarinnar sást ekki og friður hvíldi yfir himni og hafi, en það er auðn og myrkur. Þá sagði skaparinn: „Verði ljós“. „og út úr myrkr- inu komu fyrst fjöllin og svo öll jörðin. Og síðan komu menn- irnir. I fyrstu gaf skaparinn eða faðirinn mikli börnum sín- um tvenskonar ávexti, hvíta og svarta. Þá hvítu máttu þau borða, en ekki þá svörtu, nema með leyfi hans. Höggormurinn freistaði svo tveggja þeirra svo þau borðuðu svartan ávöxt og yfir því varð hinn mikli faðir mjög reiður. En honum þótti of vænt um börn sín til að bölva þeim svo hann bölvaði jörðinni, sem þau áttu að búa á“. — 1 sögunnar um syndaflóðið, löngu síðar, er einnig margt líkt í þessu mexikanska helgiriti og í gamla testamentinu. Meðai ann- ars er nafnið Nói á Mexikönsku Nohua. 67

x

Austurstræti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.