Austurstræti - 27.07.1938, Qupperneq 20
AUSTURSTRÆTI
Æfintýrið í eyðimörkinni.
Eftir Duncan Cross.
Framh.
í þessum svifum riðu þau
upp á hæðarbrún eina, þar snéru
þau sér við í söðlunum og litu
til baka. — Langt í fjarska
sáu þau fjandamanna flokkinn
þeysa niður stóran sandöldu-
hrygg.
„Þeir eru að minsta kostí 15
ef ekki fleiri“, sagði Kingston.
I það minsta eru þeir alt of
margir til að verjast þeim. Eina
vonin er að geta flúið frá þeim.
— — En hvað er orðið af
Abdullha? — Hæ, — þarna er
hann“.
Hinn varasami Abdullha og
sonur hans, sem með var í för-
inni, höfðu skriðið ofan í djúpa
dæld og biðu þar skjálfandi
eftir húsbónda sínum og stúlk-
unni. — Arabamir gátu ekki
séð þá þarna og það varð til
þess að Kingston flaug ráð í
hug.
,,Á ég að fylgjast með ykkur,
herra?“ spurði Abdullha.
„Já“, svarði Kingston. Því-
næst snéri hann sér að syni
84
hans, 16 ára fjörlegum strák
og sagði: „Reiðmennirnir, sem
koma á eftir okkur eru hættu-
legir óvinir. Við ríðum nú í
norður, en þú liggur hjer kyr,
án þess þeir komi auga á þig,
en um leið og þeir eru farnir
framhjá þér, ríður þú sem á-
kafast til Argeh og til her-
manna og löggæslustöðvarinn-
ar þar. — Fáðu yfirforingjan-
um þetta“. Hann skrifaði í flýti
nokkrar línur á pappírsmiða:
„Eltur af 20 Beduinerum. —
Hjálp!“ Kingston.
„Já, herra, svaraði pilturinn.
„Mig ríða eins og fjandinn. Mig
eftirskilja úlfaldafarangur.
Hann vera altof seinn“, hélt
hann áfram á hrognamáli sínu.
„Ágætt svaraði Kingston, svo
knúði hann úlfalda ungu stúlk-
unnar áfram og þau þeystu á-
fram í norðurátt.
Þegar fjandmennirnir á hæl-
um þeirra sáu að þau breyttu
um stefnu, snéru þeir einnig
reiðskjótum sínum \ ið og virtust