Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1929, Blaðsíða 16

Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1929, Blaðsíða 16
i6 Félögin hafa öll sent skýrslu þetta ár. Hér fer á eftir útdráttur úr þeim. Félagar eru 813. Þar af 17 aukafélagar, 21 heiðurs- félagi og 47 börn. Deildaskifting er í U- M. F. Eyrarbakka. Þar starfar altaf sérstök barnadeild. Fundir á árinu 131. Hæst fundatala eins félags 26, lægst 4. Fyrirlestrar. 30 menn hafa flutt 36 fyrirlestra hjá 14 félögum um ýms efni. Þessi eru helst: ættjarðarást, fag- urfræði, uppeldismál, íþróttir, átthagar, ungmennafélög, óskir, fundur Grænlands, dygðir, járnbrautarmálið, göf- ugasta fornkonan, dýrlingar og helgir menn, Mývatns- sveit, Jón Trausti, Jón Þorkelsson Skálholtsrektor, Brand- ur hinn örvi, Pétur píslarkrákur, Kristófer Brún o. m. fl. — Flesta fyrirlestra fluttu: Gunnar Sigurðsson alþm. 3, Magnús Helgason, skólastjóri 2, Þórst. Þórarinsson 2, Sveinn Sæmundsson 2. 1 fyrirlestur fluttu: Sr. Kjartan Helgason, sr. Þorsteinn Briem, sr. Jón Skagan, sr. Ingi- mar Jónsson, Ólafur Magnússon prófastur, dr. Alexand- er Jóhannesson, Matth. Þórðarson fornmenjavörður, Helgi Valtýsson forstjóri, Einar Jónsson, alþm., Einar E. Sæ- mundsen skógfræðingur, frú Sigurlaug Erlendsdóttir, kennararnir: Ársæll Sigurðsson, Jónas Jósteinsson, Að- alsteinn Sigmundsson, Jakobína Jakobsdóttir, Þórður Bogason, Árni Jónsson bóndi o. m. fl. Bókasöfn eiga 8 félög, 2286 bindi alls, sem virt eru á 8620 kr. Auk þessa á 1 félag bókasafn í félagi með hreppnum, ca 450 bindi, og starfrækir það, annað fé- lag hefir umsjón með 2 bókasöfnum í sveit sinni og

x

Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins
https://timarit.is/publication/682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.