Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1929, Blaðsíða 17
17
þriðja félagið hefir styrkt bókasafn hreppsins með fjár-
framlagi.
Handskrifub bl'óð gefa 8 félög út. I félag gefur út
2 blöð. 5 félög tilgreina tölublaðafjölda. Samkvæmt þvl
er mestur tölublaðafjöldi 15, minst 5, meðaltal 8.
Skemtisfórf. Skvrslur geta um 31 skemtisamkomu, en
víst er, að þær eru eitthvað fleiri. — Skýrslur segja frá
því, en tiltaka ekki fjölda. — Þar af 1 barnasamkoma
og 1 útisamkoma. Helstu skemtiatriði: ræðuhöld, söng-
ur, upplestur og sjónleikir. — Skýrslur geta um 5 skemti-
ferðir. — Tekjur af skemtunum er 3000 kr.
Námsskeið. 4 félög hafa haldið 5 íþróttanámsskeið,
80 daga alls. Nemendur 60. Kent var: sund, glímur,
fimleikar, Mullersæfingar, köst, stökk. Kennarar: Jörgen
Þorbergsson, Brynjólfur Ketilsson og Gestur Guömunds-
son.
íþróttir- 10 félög hafa iðkað íþróttir að einhverju
leyti. Þar af 8 glímur, 6 sund, 3 skautafarir, 7 hlaup,
7 ýms stökk, 5 ýms köst, 4 fimleika, I skíðafarir, I
róður. — »Dagsbrún« og »Þórsmörk« héldu íþróttamót
25. júní á Kanastaðabökkum. Þórsmörk vann með 13V2
: iol/2 stigum. — »Njáll« hafði 1 sundsýningu. — U-
M. F. Hrunamanna 1 skautakappmót, 17 þátttakendur.
U. M. F. Eyrarbakka 2 fimleikasýningar, 1 o—}—7 þátt-
takendur. — U. M. F. Stokkseyrar 2 glímusýningar.
Rœktun. 8 félög hafa fengist við einhverja ræktun,
ýmist heima við bæi eða í gróðurreitum, sem þau eiga.
4 hafa gróðursett nýjar trjáplöntur á árinu. 1 verndar
gamlar skógarleifar. 1 hefir brotið 2000 m2 lands til
ræktunar. 2 hafa fengist við venjulega garðrækt með