Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2001, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.10.2001, Blaðsíða 64
HERITABLE BANKINN I LONDON Ekki Stór banki - en gengið vel Heritable-bankinn getur vart talist stór banki. Stærð efnahagsreikningsins hljóðar upp á um 9 milljarða króna, þar af er eigið fé hans um 3 milljarðar króna. „Þetta er vissulega ekki stór banki, en okkur hefur gengið vel,“ segir Martin H. Young. „Meginstarfsemi bank- ans hefur verið lóða- og byggingaljármögnun og eru við- skiptavinirnir fyrst og fremst byggingaverktakar á Bretlandi. Þegar byggingarframkvæmdum er lokið greiðast lánin upp og hefðbundin ibúðalán til langs tíma taka við. Þess vegna er lánstími lána okkar yfirleitt ekki lengri en 12 til 18 mánuðir. Fjöldi viðskiptavina okkar á þessu sviði er í sjálfu sér ekki mikill, eða 74 verktakar víða um Bretland með um 130 verk- efni. I flestum tilvikum er um ljölskyldufyrirtæki að ræða sem hafa verið í viðskiptum við okkur um langt árabil. Við þekkj- um viðskiptavini okkar vel og þeir okkur. Þeir líta fyrst og fremst á okkur sem einkabankann sinn, banka sem veitir þeim hraða og persónulega þjónustu í krafti gagnkvæms trausts.“ Heritable-bankinn mun áfram sinna lóða- og byggingafjár- mögnun af fullum krafti. En Landsbankinn sér meira í spilun- um; Heritable-bankinn á að vera í fylkingarbrjósti við að afla nýrra viðskipta í London og Evrópu. Hin nýja starfsemi Herita- ble-bankans, sem á að afla þessara viðskipta, felst í eignastýr- ingu, verðbréfamiðlun og sérbankaþjónustu. Höfðað verður til efnameiri Islendinga, hvort heldur þeirra sem búa á íslandi eða í Evrópu, sem og útlendinga, alþjóðlegra eignarhaldsfélaga og sjóða. Um 25% hagnaðarins verða frá eignastýringu- og sérbankaþjón- UStU Núna starfa um sex Islendingar hjá Heritable-bank- anum við sjóðastýringu og sérbankaþjónustu. Ætlunin er að spyrða þessa þjónustu í London og Reykjavík saman þannig að Heritable-bankinn verði sjálfstæð útstöð - en þó með náin dag- leg tengsl við eiganda sinn. Verði hlekkur í keðjunni. Gert er ráð fyrir að meginstarfsemi Heritable-bankans verði áfram lán til byggingaframkvæmda og að 75% hagnaðarins í framtíðinni komi úr þeim pípum. Þar liggja ræturnar. Engu að síður eiga 25% hagnaðar Heritable-bankans í framtíðinni að koma frá verðbréfasviðinu. Landsbanlií - Private Banking Halldór Jón segir að með sér- bankaþjónustu Heritable-bankans sé núna í raun hægt að kynna sérbankaþjónustu Landsbankasamstæðunnar undir heitinu Landsbanki - Private Banking. Þjónustan sé ný vara eða þjónusta sem sé seld og framkvæmd í sameiningu af sérbanka- þjónustu Landsbankans á Islandi og Heritable-bankans í London. .Aðaláherslan í þjónustunni er eignastýring og ráðgjöf um hagstæðustu meðferð, fyrirkomulag og ávöxtun tjármuna eignameiri einstaklinga, alþjóðlegra eignarhaldsfélaga og sjóða,“ segir Halldór. „Þjónustan byggir á alþjóðlegu samstarfi Landsbankans, Landsbankans-Landsbréfa, Heritable-bankans og eignastýringar samsteypunnar í Reykjavík, London og Guernsey - þar sem ijórir Ijárfestingasjóðir Landsbankans eru, svonefndir Fortunasjóðir, en þeim hefur verið stýrt frá Herita- ble-bankanum - auk samstarfsaðila um allan heim. Abyrgð á framkvæmd einstakra þjónustuþátta er í grófum dráttum sú, að þjónustan sem innt er af hendi á Islandi, er á ábyrgð sérbanka- þjónustu Landsbankans og það sem framkvæmt er erlendis er á ábyrgð sérbankaþjónustu Heritable-bankans. Fagleg heildar- stjórnun er þó frá Islandi. Ráðgjöfm byggir á greiningu þarfa og núverandi stöðu Myndir úr boði sendiherra Hreinn Loftsson, lögmaður og formaður einkavæðingarnefndar, Halldór Jón Sendiherrafrúin, Ingibjörg Rafnar Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, og John Quitter, formaður Bresk-ís- lögmaður. lenska verslunarráðsins og stjórnarmaður í Heritable-bankanum. 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.