Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2001, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.10.2001, Blaðsíða 24
Hluti af Katsouris-fjöl- skyldunni við verksmiðju Katsouris Fresh Food úti í Wembley í London. Frá vinstri: Takis Pishiris, tæknilegur framkvæmda- stjóri KFF, Costas Con- stantinou rekstrarstjóri, Panos Katsouris fjármála- stjóri og Tony Yerolemou framkvæmdastjóri. „Við erum Grikkir“ Við erum Grikkir," segir Panikos Katsouris með hægð, þegar tal- inu víkur að upprunanum, svona til að fá samhengi í hlutina. Engir Kýpur-Grikkir, bara Grikkir frá Kýp- ur, ættaðir frá litlu þorpi, Komi Kebir, sem var eitt þeirra þorpa er Tyrkir lögðu undir sig er þeir gerðu innrás á Kýpur sumarið 1974. Eins og gilti um aðra Grikki voru allar eigur flölskyld- unnar þá gerðar upptækar en það sem bjargaði henni var að umsvifin í Englandi voru þegar orðin veruleg. Panikos, eða Panos eins og allir kalla hann, er fjármálastjóri í hálfu starfi hjá Katsouris Fresh Foods, KFF, einum stærsta framleið- anda tilbúinna, kældra rétta á breska markaðnum og sem Bakkavör er að kaupa fyrir 15,6 milljarða íslenskra króna. Panos er einn af fimm úr Katsouris Jjölskyldunni sem eiga KFF ásamt áhættuijárfesti sem mun draga sig út við kaupin. Með í kaupunum fýlgir einnig Fillo Pastry, sem eingöngu framleiðir fillo deig íýrír KFF. Hjá KFF vinna um 1.600 manns í fjórum stórum verksmiðjubyggingum. Fjölskyldan á eftir sem áður Katsouris Brothers, matarinnflutningsíyrirtæki með tæplega fimmtíu manns í vinnu. Þar er Panos framkvæmdastjóri í hálfu starfi. Fjórða fjölskyldufyrirtækið er Wine and Mousaka, sem á nokkur veitingahús. Saga Katsourisfjölskyldunnar Saga Katsourisíjölskyldunnar í Englandi er vitnisburður um hve England hef- ur lengi verið opið öðrum þjóðum og það framlag, sem margir innflytjend- ur hafa lagt í þjóðarbúið með athafna- semi sinni. Sagan hófst um miðja 20. öld er einn úr fjölskyldunni flutti til London, setti upp viðskipti með af- urðir að heiman. Síðan komu þeir yngri til náms, urðu um kyrrt og um- svifin snarjukust. Saga fjölskyldufyrirtækja sýnir að það er ekki alltaf auðvelt fyrir náin skyldmenni að stjórna sameig- inlegum viðskiptum og hagsmunum. En það er auðvelt að trúa þeim Panos og Tony Yerolemou, frænda hans og for- stjóra KFF, þegar þeir segjast ekki kannast við slíka erfið- leika. „Þetta hefur gengið þokkalega hjá okkur,“ segir Tony kíminn. Það liggur þegar ljóst fyrir að þegar Tony, sem er 59 ára og heitir Antonios, hættir sem forstjóri eftir nokkur ár tekur Costas Constantinou, hálfbróðir Panos og núver- andi rekstrarstjóri, við af honum. Allur bragur á skrifstofunum ber vitni um að hér eru á ferðinni jarðbundnir atvinnurekendur. Enginn munaður er sjáanlegur, enginn harðviður eða hönnuðahúsgögn, fólk gengur óþvingað um og engin stífni í loftinu. Frjáls verslun heimsœkir grísku f]öl- skylduna í London, Katsouris, sem hefurselt Bakkavör Group fyrirtæki sitt Katsouris Fresh Foods, KFF. Sigrún Davidsdóttir komst að pvi aö þessi fjölskylda erjarðbundin í meira lagi og svolítið íslensk í sér. Þar slá grísk hjörtu i islenskum takti. Texti og myndir: Sigrún Daviðsdóttir Eigendur KFF eru fimm, þeir Panos og Tony, tvær systur þeirra, þær Eleni Pishiris, sem býr á Kýpur, og Stella Andreou og svo Demos Habeshis. Hann starfar hjá Katsouris Brothers. Þeir Tony, Panos og Demos eru systrasynir. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.