Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2001, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.10.2001, Blaðsíða 26
SflGfl KATSOURISFJÖLSKYLDUNNAR Antonios, eða Tony eins og hann er ætíð nefndur, er 59 ára forstjóri Katsouris Fresh Foods og einn eigenda fyrirtækisins. skyldutengsla heldur vegna gamalla vináttutengsla. Að sögn Panos keypti Bakkavör íyrir nokkru fyrirtæki í Birmingham, Wine and Dine. Það fyrirtæki er í eigu Grikkja þar frá sama þorpi og Katsourisfjölskyldan og áratuga vinátta milli húsa. í ársbyrjun hittust fulltrúar Bakkavarar og Katsourisíjölskyld- unnar, síðan tóku við viðræður og á endanum, eftir um sex mánaða samningalotu, small allt saman. Áður hafði KFF keypt íslensk þorskhrogn í „taramosalata", grískt hrognasalat. Eigendur KFF eru fimm, þeir Panos og Tony, tvær systur þeirra, þær Eleni Pishiris, sem býr á Kýpur, og Stella Andreou og svo Demos Habeshis. Hann starfar hjá Katsouris Brothers og þeir Tony, Panos og Demos eru systrasynir. Ka- terina, systir Panos, vinnur hjá Katsouris Brothers og Loui, annar hálfbróðir Panos, er sölustjóri hjá KFF, en hvorugt þeirra á í KFF. Að sögn Panos hafði ijölskyldan áhuga á sölu því þannig skapaðist grundvöllur til að teygja sig til markaða utan Bretlands, þar sem Bakkavör hefur þegar þekkingu og reynslu. Fjölskyldan mun eiga 22-25 prósent hlutabréfa og ijárfestir fyrir um tólf milljónir punda í Bakkavör Group. í verksmiðjunni í Wembley er framleiddur tilbúinn matur, sem geymist í viku-tíu daga. Engin rotvarnarefni eru notuð, held- ur fæst þessi geymslutími aðeins með hreinlæti og nákvæmri hitastýringu, auk góðra hráefna. Réttirnir eru framleiddir fyr- ir stórar kjörbúðakeðjur og undir merkjum þeirra en ekki undir merki KFF. „Við framleiðum grænmetis- og kjötrétti, ekki fiskrétti. Það vill víst örugglega enginn líta við viku-tíu daga gömlum fiski. Við höfum þekkingu á grænmetis- og kjötréttum, en Bakkavör kemur með þekkingu á fiski inn í fyrirtækið," segir Tony. Tony kvíðir ekki framtíðinni þó samdráttur liggi í lofti. „Þegar sneyðist um hjá fólki fer það minna á veitingastaði, en kaupir þá heldur tilbúna rétti í staðinn fyrir að fara út að borða. Þetta hefur áður verið reynsla okkar og við erum ekki farnir að finna fyrir neinum samdrætti," segir Tony. Þvert á móti gengur fyrirtækið mjög vel og er í stöðugum vexti. Salan til Bakkavarar mun svo enn auka á möguleikana og bæði Tony og Panos eru ánægðir með þau tækifæri sem salan býður upp á, hlakka til að takast á við komandi verkefni og vænta mikils af þeirri þróun, sem salan hrindir af stað. Þegar Costas tekur við af Tony eftir nokkur ár segist Tony ætla að vera stjórnar- formaður áfram, því þó hann vilji minnka við sig hyggist hann ekki hætta með öllu. Panos brosir þegar hann er spurður um sínar framtíðaráætlanir. Hann sé enn ekki nógu gamall til að vera farinn á spá í að minnka við sig. Bæði Tony og Panos láta býsna vel af viðskiptunum við ís- lendinga. „Þeir eru hreinir og beinir eins og Norðurlandabú- ar almennt,“ segir Tony og líkar greinilega vel og sama má greinilega um þá frændur. Þeir taka því ekki fjarri að það sé kannski einhver andlegur skyldleiki með litlum eyþjóðum og líst vel á að eiga Islandsferðir í vændum, en þeir tveir munu sitja í stjórn Bakkavör Group. Og það er líka frekar áhrifamik- ið að hlusta á tvímenningana tala um fyrirtækin og rekstur- inn, því það vottar ekki fyrir neinum stjórnunarfræðituggum eins og annars heyrast oft í viðskiptaheiminum. Það verður spennandi að fylgjast með frekari landvinningum KFF. Það virðast vera allar forsendur fyrir því að þessi grísk-íslenski sambræðingur þekkingar, reynslu og anda eigi eftir að nýtast svo um munar. 31] Fjölskyldan mun eiga 22-25 prósent hlutabréfa áfram og fjárfestir því fyrir um tólf milljónir punda í Bakkavör Group. VELAR Si TOLVUTENGJANLEG 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.