Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2001, Blaðsíða 80

Frjáls verslun - 01.10.2001, Blaðsíða 80
„Roðið okkar er eins og mýksta hanskaskinn og efþað kemst í tísku þá er Ijóst að nýr kafli er að hefjast í framleiðslunni. Roðið hefur hingað til verið notað mest í aukahluti, töskur, belti og skó en nú getum við framleitt roð, sem er nógu mjúkt í fatnað. “ vinnslutæknina, sem við segjum engum frá, enda hluti af okkar verðmætum. En það er fleira, sem hefur þurft að þróa en sjálfa framleiðslutæknina. Það er heillandi við framleiðslu Sjávarleð- urs að þar var farið af stað með að framleiða vöru sem engin eftirspurn var eftir, því að hún hafði ekki verið til áður. „Þegar við byrjuðum 1995 voru engar upplýsingar til um markaðinn því að markaðurinn var auðvitað ekki til, þegar varan hafði ekki verið til. Þetta hefur verið eilifur skóli síðan.“ Friðrik segir að eftir stríð hafi verið reynt að súta fiskroð en vinnsluaðferðirnar voru allt aðrar en þær sem hann hefur þróað. Einhveijir muna kannski eftir að hafa séð sútað stein- bítsroð, hart og ósveigjanlegt, iyrir margt löngu, en sú vara minnir í engu á það ótrúlega efni, sem fiskroðið frá Sjávarleðri er. „Manni þótti kannski merkilegt að geta sútað roðin skamm- laust, en núna er markaðshugmyndin enn merkilegri. Roðið okkar er eins og mýksta hanskaskinn og ef það kemst í tísku þá er ljóst að það er nýr kafli í framleiðslunni. Roðið hefur hing- að til verið notað mest í aukahluti, töskur, belti og skó en nú getum við framleitt roð, sem er nógu mjúkt í fatnað.“ En snjöll framleiðsla sérstæðrar vöru kemur fýrir lítið ef ekki er hægt að selja hana. Þar kemur sérþekking Sigrúnar á hátískuheim- inum til sögunnar. Hún gerði sér grein fyrir eðli hans og vissi að athygli ungra hönnuða, er ryðja tískubrautirnar, og hátískuhúsanna verður helst náð með framsækinni vöru. „Það skemmtilega við að vinna með Friðriki er að hann er svo skapandi og alltaf tilbúinn til að fara fram úr sjálfum sér, bæta og prófa. Það nýjasta er að honum hefur tekist að þróa roð með rúskinnsáferð sem þolir vatn,“ segir Sigrún og brosir að þeirri tilhugsun að það þurfi að meðhöndla roð sérstaklega til það þoli aftur vatn. Friðrik er ekki síður ánægður með samstarfið við Sigrúnu. „Samstarfið við hana er ákveðinn þáttur í að við höfum náð því sem náðst hefur og hlutirnir litu öðruvísi út hjá okkur ef hún væri ekki með. Það er fátt í markaðssetningu, sem við höfum ekki prófað og um það væri hægt að skrifa heila bók. I svona sér- hæfðum bransa þýðir ekkert að ætla sér að hafa einhvern markaðsráðgjafa í Reykjavík. Sigrún nálgast hlutina úr annarri átt.“ „Leiðin inn í hátiskuhúsin liggur í gegnum ungu og frjóu hönnuðina,“ út- skýrir Sigrún. „Það þýðir ekki að fara beint inn í hátískuhúsin með eitthvað sem er alveg nýtt og óreynt. Hátísku- húsin fylgjast náið með því sem ungu hönnuðirnir eru að gera. Þegar þeir ungu hafa boðið upp á eitthvað um tíma má álykta sem svo að þarna séu að skapast nýir tískustraumar og þá vaknar áhugi þeirra stóru. Til að ná athygli stóru húsanna þarf að fá ungu hönnuðina til að nota efnið.“ Með þetta í huga hefur Sigrún unnið að því markvisst undan- farin ár að kynna fiskroðið meðal ungu hönnuðanna. Hún riijar upp að þegar hún hitti Friðrik í fyrsta skipti á leðursýningu í París var hann að sýna henni roðin sín í kaffistofunni. Þá bar strax að þrjá unga hönnuði, sem vildu allir ólmir kaupa roð og nota. Sigrún sá um að þeir fengju það sem þeir vildu og það hefur skilað sér. „Roðið er dýrt og við höfum ekkert lágmark á pöntunum, einmitt til að gera ungum hönnuðum kleift að nota roðið,“ undirstrikar hún. Það er einmitt með nýstárlegri og framúrstefnulegri vöru sem athygli hátískuhúsanna hefur verið náð. „Við vitum að við erum með „heitt“ efni því ungu hönnuð- irnir og þeir sem eru mest skapandi nota roðið,“ segir Sigrún. Með góðu sambandi við unga hönnuði og augun á því sem þeir eru að gera áttar Sigrún sig á hveiju þeir hafa mestan áhuga á. „Það skiptir engu máli þó framleiðslan sé langt í burtu. Það eina sem þarf er einhver sem hefur skilning á mark- aðnum og getur verið tengiliður milli hans og þeirra í Sjávar- 80 Nú hefur Friðriki tekist að þróa roð með rúskinnsáferð sem þolir vatn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.