Ármann - 01.02.1961, Blaðsíða 6

Ármann - 01.02.1961, Blaðsíða 6
9 Ðaumeikui^eil) Köi jju/znattl eiksbeil'bai Ctimauns í maí og júní 1960 Síðastliðið ár, er landslið íslands í körfu- knattleik fór til Danmerkur, athugaði undir- ritaður um möguleika á utanferð vorið 1960 fyrir fyrrnefndan flokk og hefur alla tíð síðan verið unnið að framgangi þess máls. Því miður gat ekki orðið úr, að íþróttafélag í Danmörku gæti tekið á móti flokknum, þar sem tími þess þótti mjög óhentugur. Varð því að ráði, að Norræna félagið hér lagði drög að því, að ferðin yrði farin á þeirra vegum. Hr. Magnús Gíslason, framkvæmdastjóri Norræna félagsins, kom okkur í samband við Norræna félagið í Danmörku. Einnig sá hann um bréfaskriftir og kunnum við Ár- menningar honum beztu þakkir fyrir alla hans hjálpsemi. Svo átti að heita, að Norræna fé- lagið í Danmörku sæi um flokkinn og skipu- lagningu ferðarinnar í Danmörku, en þeim mun hafa mistekizt það að mestu leyti, kom- ust þó frá því, án þess að verða sér til stór- skammar. Lagt var af stað hinn 27. maí með flugvél Flugfélags íslands og haldið beint til Kaup- mannahafnar, var þar gengið frá ferðaáætl- un og liðum, sem leikið skyldi við, en þau voru þessi: SISU. Kaupmannahafnarmeistarar Aalborg Basketball Club ABF Árhus SBBC Svendborg Efterslægten. Danmerkurmeistarar. öll þessi félög sendu sitt bezta lið á móti Ármenningunum, eða meistaraflokkslið, og skal hér vikið að leikjunum og úrslitum þeirra . I. leikur, 30. maí. Ármann - SISU. Ekki var valið af verri endanum til að byrja með - Kaupmannahafnarmeistararnir. Með liði SISU léku 2 núverandi og 2 fyrrverandi lands- liðsmenn og átti nú heldur en ekki að sýna Ármenningum fram á tilgangsleysi ferðar þeirrarr til Danaríkis. En Ármenningar voru ekki á þeim skónum, að þeir létu þetta yfir- buga sig og börðust sem ljón fram á seinustu sekúndu. Árangurinn varð eftir því, knappur sigur fyrir Dani, 36-37. Aðeins einn dómari dæmdi leikinn og átti hann sinn þátt í þessum knappa sigri, Dönum í vil. 2. leikur, 1. júní. Aalborg Basketbal Club. Haldið var til Aalborg með lest og búið þar á farfuglaheimili, sem og annars staðar í ferðinni. Leikurinn fór fram á velli, sem er enn stærri en handknattleiksvöllur. Ármenn- ingar höfðu yfirhöndina leikinn út og sigruðu létt með 33 gegn 20. 3. leikur, 3. júní. Ármann-ABF Arhus. Frá Aalborg var haldið niður til Árhus og gerðu Ármenningar ráð fyrir mjög hörðum leik, því þar hefur körfuknattleikur verið í háveg- um hafður og nýtur þar mikilla vinsælda. Voru landarnir rómaðir fyrir góðan leik. Leik þennan unnu Ármenningar með 33-22. 1 liði þeirra Árhusmanna var einn landsliðsmaður og einn Ungverji og áttu þeir góðan leik. 4. leikur, 6. júní. Ármann - SBBC Svend- borg. Á leiðinni til Svendborg var stanzað í Odense og skoðuðu piltarnir m. a. H. C. Andersens hus. í Svendborg var þeim mjög vel tekið og höfðu heimamenn orð á því, að Is- Iandsferð væri ekki óhugsanleg. Ármenningar unnu Svendborgara með nokkrum yfirburðum 56-17. 5. leikur, 7. júní. Ármann - Efterslœgten. Nú var allt að vinna, en engu að tapa. Að fá leik við Danmerkurmeistarana var góður endir á ágætri ferð og til mikils að vinna. En Danir ætluðu einnig að sýna löndunum í tvo heimana og mættu með sínu sterkasta liði - 4 Armann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.