Ármann - 01.02.1961, Blaðsíða 6
9
Ðaumeikui^eil) Köi jju/znattl eiksbeil'bai Ctimauns
í maí og júní 1960
Síðastliðið ár, er landslið íslands í körfu-
knattleik fór til Danmerkur, athugaði undir-
ritaður um möguleika á utanferð vorið 1960
fyrir fyrrnefndan flokk og hefur alla tíð síðan
verið unnið að framgangi þess máls. Því
miður gat ekki orðið úr, að íþróttafélag í
Danmörku gæti tekið á móti flokknum, þar
sem tími þess þótti mjög óhentugur. Varð því
að ráði, að Norræna félagið hér lagði drög
að því, að ferðin yrði farin á þeirra vegum.
Hr. Magnús Gíslason, framkvæmdastjóri
Norræna félagsins, kom okkur í samband við
Norræna félagið í Danmörku. Einnig sá
hann um bréfaskriftir og kunnum við Ár-
menningar honum beztu þakkir fyrir alla hans
hjálpsemi. Svo átti að heita, að Norræna fé-
lagið í Danmörku sæi um flokkinn og skipu-
lagningu ferðarinnar í Danmörku, en þeim
mun hafa mistekizt það að mestu leyti, kom-
ust þó frá því, án þess að verða sér til stór-
skammar.
Lagt var af stað hinn 27. maí með flugvél
Flugfélags íslands og haldið beint til Kaup-
mannahafnar, var þar gengið frá ferðaáætl-
un og liðum, sem leikið skyldi við, en þau
voru þessi:
SISU. Kaupmannahafnarmeistarar
Aalborg Basketball Club
ABF Árhus
SBBC Svendborg
Efterslægten. Danmerkurmeistarar.
öll þessi félög sendu sitt bezta lið á móti
Ármenningunum, eða meistaraflokkslið, og
skal hér vikið að leikjunum og úrslitum
þeirra .
I. leikur, 30. maí. Ármann - SISU. Ekki
var valið af verri endanum til að byrja með
- Kaupmannahafnarmeistararnir. Með liði
SISU léku 2 núverandi og 2 fyrrverandi lands-
liðsmenn og átti nú heldur en ekki að sýna
Ármenningum fram á tilgangsleysi ferðar
þeirrarr til Danaríkis. En Ármenningar voru
ekki á þeim skónum, að þeir létu þetta yfir-
buga sig og börðust sem ljón fram á seinustu
sekúndu. Árangurinn varð eftir því, knappur
sigur fyrir Dani, 36-37. Aðeins einn dómari
dæmdi leikinn og átti hann sinn þátt í þessum
knappa sigri, Dönum í vil.
2. leikur, 1. júní. Aalborg Basketbal Club.
Haldið var til Aalborg með lest og búið þar
á farfuglaheimili, sem og annars staðar í
ferðinni. Leikurinn fór fram á velli, sem er
enn stærri en handknattleiksvöllur. Ármenn-
ingar höfðu yfirhöndina leikinn út og sigruðu
létt með 33 gegn 20.
3. leikur, 3. júní. Ármann-ABF Arhus. Frá
Aalborg var haldið niður til Árhus og gerðu
Ármenningar ráð fyrir mjög hörðum leik,
því þar hefur körfuknattleikur verið í háveg-
um hafður og nýtur þar mikilla vinsælda.
Voru landarnir rómaðir fyrir góðan leik. Leik
þennan unnu Ármenningar með 33-22. 1 liði
þeirra Árhusmanna var einn landsliðsmaður
og einn Ungverji og áttu þeir góðan leik.
4. leikur, 6. júní. Ármann - SBBC Svend-
borg. Á leiðinni til Svendborg var stanzað í
Odense og skoðuðu piltarnir m. a. H. C.
Andersens hus. í Svendborg var þeim mjög vel
tekið og höfðu heimamenn orð á því, að Is-
Iandsferð væri ekki óhugsanleg. Ármenningar
unnu Svendborgara með nokkrum yfirburðum
56-17.
5. leikur, 7. júní. Ármann - Efterslœgten.
Nú var allt að vinna, en engu að tapa. Að fá
leik við Danmerkurmeistarana var góður
endir á ágætri ferð og til mikils að vinna. En
Danir ætluðu einnig að sýna löndunum í tvo
heimana og mættu með sínu sterkasta liði -
4
Armann