Ármann - 01.02.1961, Blaðsíða 15

Ármann - 01.02.1961, Blaðsíða 15
í næsta þyngdarflokk fyrir ofan sinn. Það gcrði ég einnig, vildi ekki missa af keppn- inni. Millivigt. Þar voru 4 skráðir: Sveinn Sveinsson, Á. og Lúðvik Nordgulen, Á., Halldór Björnsson, K.R. og Stefán Bjarna- son, K.R. Léttþungavigt: Öskar Þórðarson, Á. og Valdimar Valdimarsson, K.R. Eins og sjá má á þessu, var tveim beztu mönnum okkar ætlað að keppa móti hvor öðrum og mér ætlaður annar þyngdarflokkur en ég átti rétt á samkvæmt þyngd, og ég talinn hafa mikla möguleika á að vinna. Með þcssu voru hirt af félaginu þrjú meistara- stig. Að vísu var mér úthlutað meistarapen- ing fyrir fjaðurvigtina, en það er ekki gaman að verðlaunum, sem ekki er kcppt um. Vegna alls þessa varð að fresta mótinu um tvo daga til þess að bræða saman sárin. Dag- blöðin sögðu, að vísu, að mótinu væri frestað vegna bleytu fyrri daginn, en vegna kulda þann seinni. Þó að þetta fyrsta íslandsmeistaramót hafi verið hálfgerð sambræðsla, náði það tilgangi sínum að því leyti, að vera skemmtilegt, vekja mikla eftirtekt og það fékk góða dóma í blöðum bæjarins. Einkanlega voru menn hrifnir af leikni Sveins Sveinssonar. Hafði t. d. Morgunblaðið orð á því, að ungir menn ættu að taka hann sér til fyrirmyndar. Ein- stakir kappleikir mótsins fóru þannig: Flugu- vigt: Alfreð Elíasson, Á. vann Guðbjörn Jónsson, K.R. Bantamvigt og fjaðurvigt: ekki keppt. Léttvigt: Hallgrímur Helgason, K.R. vann Guðmund Arason, Á. Veltivigt: ekki keppt. Millivigt: Stefán Bjarnason, K.R. vann Ludvik Nordgulen, Á., Sveinn Sveins- son, Á. vann Halldór Björnsson, K.R. Sveinn og Stefán áttu síðan að keppa til úrslita, en Stefán gaf án keppni. Léttþungavigt: Öskar Þórðarson, Á. tapaði fyrir Ingvari Ingvars- syni, K.R., er keppti í stað Valdimars Valdi- marssonar, sem ekki mætti til leiks. Þunga- vigt: Vilhjálmur Vilhjálmsson, K.R. vann Aðalstein Þorstcinsson, Fram. Dómarar móts- ins voru: Reidar Sörensen, er var hringdóm- afi og dæmdi einnig á stigum, eins og þá tíðkaðist. Utanhringsdómarar voru Jón D. Jónsson og Carl Níelsen. Næsta vetur æfðum við Ármenningar mjög vel og undirbjuggum þannig þátttöku okkar í næsta Islandsmóti. Úr því móti varð ekki í það sinn. Ármann var eina félagið er sendi þátttöku og olli það okkur miklum vonbrigð- um að fá enga á móti. 1 janúar 1937 sýndum við hnefaleika í til- efni 25 ára afmælis Í.S.I. Það var það cina er markvert gerðist þann vetur. Skorturinn á keppni, virkaði þannig á kennarana, að þeir misstu áhugann og hættu að mæta. Flestir nemendur fylgdu og fordæmi þcirra. Iðulega kom það fyrir að ég mætti einn á æfingar, ég lét það ekki á mig fá og æfði þrátt fyrir það mjög vel. Þcgar haldið var upp á 50 ára afmæli Ár- manns, með íþróttasýningum, 3. febrúar 1939, í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar, var eitt af sýningaratriðunum hnefaleikar. Fyrst sýndu þeir Rögnvald Kjellivold og Ludvik Nord- gulen og síðan Guðmundur Arason og Hall- dór Björnsson úr K.R. Sýning okkar Halldórs líktist meira kappleik en sýningu, og held ég að sýningargestir, er flestir voru úr Ármanni, hafi mátt vel við una. Um haustið 1939 var ég boðaður á fund þeirra Jens Guðbjörnssonar og Jóns Þor- steinssonar. Erindi þeirra var að fá mig til þess að taka að mér kennslu í hnefaleikum fyrir Ármann og átti kennslan að fara fram í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindar- götu. Ég tók þetta að mér með hálfum hug, vegna aldurs míns og reynsluleysis. En með stuðningi þessara tveggja ágætu forustu- manna, tókst að byggja upp, innan félagsins, fjölmennan hnefaleikaflokk er kom fram fyr- ir hönd félagsins á ótal sýningum og keppn- um, sem færði félaginu marga ágæta sigra. Ég mun í næsta blaði skýra frá hvernig uppbygging flokksins þróaðist. Minnnast sér- staklega á ýmsar sýningar, keppnir og önnur þau atvik er skipta máli. Armann ij
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.