Ármann - 01.02.1961, Blaðsíða 14

Ármann - 01.02.1961, Blaðsíða 14
Keppendur á fyrsta bnefaleikamóti, sem baldið var á tslandi, 22. april 1928 á vegum Ármanns. - Frá v., fremsta röð (sitjandi): Pétur Tbomsen, Sveinn Sveinsson og ]ón Kristjánsson. - Mið- röð: Karl Jónsson, Guðmundur Sig- urðsson og Þórður Jónsson. - Aftasta röð: Guðjón Mýrdal, Úlafur Pálsson, Úlafur Úlafsson, Úskar Þórðarson, Þorvaldur Guðmundsson og Guðmund- ur Rjarnleifsson. inn í hringinn til sín, án tillits til þess hvað hann kunni, og láta hann sýna hvað hann gat. Loturnar við hann urðu stundum langar, venjulega eins langar og nemandinn gat hald- ið sér uppi vegna þreytu. Hann hlífði engum og er mér ekki graunlaust um, að margir hafi hætt, fyrr en ella, vegna þessarar kennsluað- ferðar hans. Það bezta við Kjellvold var, að mér fannst, hve ólíkan stíl hann hafði miðað við aðra hér á landi. Stíll, sem seinna kom í ljós, að nauðsynlegt hafði verið að kynnast. Kjellvold var lítill maður, sérstaklega kvikur í hreyfingum. Ég minnist hans í hringnum. Hann var allur á iði, allt frá höfði niður í tær. Hélt sig vanalega nokkuð frá mótstöðu- manninum, þeyttist um allan hringinn, og svo komu höggin eldsnöggt. Ennfremur minnist ég Guðjóns, með sinn hreina fágaða vinstri- handar stíl, allt hnitmiðað í sókn og vörn, hrein „klassik". Sveins með sinn lifandi stíl, fjölbreyttan, brögðóttann og maðurinn sjálf- ur fullur af áhuga fyrir því að láta eitthvað ske. Fyrta sýning, sem haldin var þennan vet- ur, var í tilefni af afmæli Ármanns 14. janúar. Á Selfossi og Stokkseyri sýndum við 26. febr. í Keflavík 24. maí og á Akranesi 1. júní. Um sumarið 1936 var haldið fyrsta Islandsmeist- aramótið í hnefaleikum. Mótið var haldið á íþróttavellinum (Melavellinum) í Reykjavík. Smíðaður var stór upphækkaður pallur til þess að keppa á. í fyrstu var auglýst að mótið færi fram 5. júní, og í tilefni af því auglýst hverjir og í hvaða þyngdarflokkum væri keppt. Ég man það að niðurröðun keppendanna kom okkur Ármenningunum nokkuð á óvart. Lagður hafði verið fram listi með nöfnum og þyngd hvers keppenda og þannig ákveðið í hvaða þyngdarflokki hver ætti að keppa, því vigtin ræður. En eftir auglýsingunni frá mótstjórn- inni, var þessu öllu breytt. Á þetta fyrsta meistaramót stilltu Ármenn- ingar þanngi upp: Fluguvigt: Alfreð Elías- son. Bantamvigt: enginn. Fjaðurvigt: Guð- mundur Arason. Léttvigt: Guðjón Mýrdal. Veltivigt: Sveinn G. Sveinsson. Millivigt: Luðvik Nordgulen. Léttþungavigt: Óskar Þórðarson. Þungavigt: enginn. í auglýsingunni var uppstillingin þannig: Fluguvigt: Alfreð Elíasson á móti Guðbirni Jónssyni K.R., enginn í bantamvigt. Fjaður- vigt: tveir K.R.-ingar, þeir Haraldur Jó- hannesson og Sigurður Jónsson. Þeir vildu hvorugir keppa í vigtinni, ef aðrir en þeir væru skráðir. Var því ekki keppt í þeim þyngdarflokki. Léttvigt: Guðmundur Arason mót Hallgrími Helgasyni. Hallgrímur var í léttvigt en vildi ekki keppa móti Guðjóni Mýrdal. Guðjón fékk því engan kappleik. f veltivigt voru skráðir þeir Sveinn Sveinsson móti Guðjóni Mýrdal. Þeirri uppstillingu var mótmælt og fór engin kappleikur fram í vigt- inni. Til þess að fá kappleik gekk Sveinn upp 12 ÁRMANN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.