Ármann - 01.02.1961, Page 14
Keppendur á fyrsta bnefaleikamóti,
sem baldið var á tslandi, 22. april 1928
á vegum Ármanns. - Frá v., fremsta
röð (sitjandi): Pétur Tbomsen, Sveinn
Sveinsson og ]ón Kristjánsson. - Mið-
röð: Karl Jónsson, Guðmundur Sig-
urðsson og Þórður Jónsson. - Aftasta
röð: Guðjón Mýrdal, Úlafur Pálsson,
Úlafur Úlafsson, Úskar Þórðarson,
Þorvaldur Guðmundsson og Guðmund-
ur Rjarnleifsson.
inn í hringinn til sín, án tillits til þess hvað
hann kunni, og láta hann sýna hvað hann gat.
Loturnar við hann urðu stundum langar,
venjulega eins langar og nemandinn gat hald-
ið sér uppi vegna þreytu. Hann hlífði engum
og er mér ekki graunlaust um, að margir hafi
hætt, fyrr en ella, vegna þessarar kennsluað-
ferðar hans. Það bezta við Kjellvold var, að
mér fannst, hve ólíkan stíl hann hafði miðað
við aðra hér á landi. Stíll, sem seinna kom í
ljós, að nauðsynlegt hafði verið að kynnast.
Kjellvold var lítill maður, sérstaklega kvikur
í hreyfingum. Ég minnist hans í hringnum.
Hann var allur á iði, allt frá höfði niður í
tær. Hélt sig vanalega nokkuð frá mótstöðu-
manninum, þeyttist um allan hringinn, og svo
komu höggin eldsnöggt. Ennfremur minnist
ég Guðjóns, með sinn hreina fágaða vinstri-
handar stíl, allt hnitmiðað í sókn og vörn,
hrein „klassik". Sveins með sinn lifandi stíl,
fjölbreyttan, brögðóttann og maðurinn sjálf-
ur fullur af áhuga fyrir því að láta eitthvað
ske.
Fyrta sýning, sem haldin var þennan vet-
ur, var í tilefni af afmæli Ármanns 14. janúar.
Á Selfossi og Stokkseyri sýndum við 26. febr.
í Keflavík 24. maí og á Akranesi 1. júní. Um
sumarið 1936 var haldið fyrsta Islandsmeist-
aramótið í hnefaleikum. Mótið var haldið á
íþróttavellinum (Melavellinum) í Reykjavík.
Smíðaður var stór upphækkaður pallur til
þess að keppa á.
í fyrstu var auglýst að mótið færi fram 5.
júní, og í tilefni af því auglýst hverjir og í
hvaða þyngdarflokkum væri keppt. Ég man
það að niðurröðun keppendanna kom okkur
Ármenningunum nokkuð á óvart. Lagður
hafði verið fram listi með nöfnum og þyngd
hvers keppenda og þannig ákveðið í hvaða
þyngdarflokki hver ætti að keppa, því vigtin
ræður. En eftir auglýsingunni frá mótstjórn-
inni, var þessu öllu breytt.
Á þetta fyrsta meistaramót stilltu Ármenn-
ingar þanngi upp: Fluguvigt: Alfreð Elías-
son. Bantamvigt: enginn. Fjaðurvigt: Guð-
mundur Arason. Léttvigt: Guðjón Mýrdal.
Veltivigt: Sveinn G. Sveinsson. Millivigt:
Luðvik Nordgulen. Léttþungavigt: Óskar
Þórðarson. Þungavigt: enginn.
í auglýsingunni var uppstillingin þannig:
Fluguvigt: Alfreð Elíasson á móti Guðbirni
Jónssyni K.R., enginn í bantamvigt. Fjaður-
vigt: tveir K.R.-ingar, þeir Haraldur Jó-
hannesson og Sigurður Jónsson. Þeir vildu
hvorugir keppa í vigtinni, ef aðrir en þeir
væru skráðir. Var því ekki keppt í þeim
þyngdarflokki. Léttvigt: Guðmundur Arason
mót Hallgrími Helgasyni. Hallgrímur var í
léttvigt en vildi ekki keppa móti Guðjóni
Mýrdal. Guðjón fékk því engan kappleik. f
veltivigt voru skráðir þeir Sveinn Sveinsson
móti Guðjóni Mýrdal. Þeirri uppstillingu var
mótmælt og fór engin kappleikur fram í vigt-
inni. Til þess að fá kappleik gekk Sveinn upp
12
ÁRMANN