Ármann - 01.02.1961, Blaðsíða 32
FRAKKLANDSFARAR
fornum fangbrögðum, sem cinum hinum elsta
menningararfi. Mun glíman án efa sóma sér
vcl við hlið annarra fornra fangbragða og
máske munum við komast nær lausninni -
hvaðan íþróttin er runnin.
Mánudaginn 20. júlí sýndi flokkurinn fyrir
fulltrúa franska sendiráðsins, stjórn ISl, ÍBR
og Glímufélagsins Ármanns. Stjórn flokksins
þakkaði þar styrki, sem hann hefur hlotið frá
Menntamálaráðuneytinu og íþróttaforust-
unni.
Þann 7. ágúst kom flokkurinn heim úr ferð
sinni til Bretogneskaga í Frakklandi. Var
ferðin í alla staði hin ánægjulegasta og mót-
tökur mjög alúðlegar. Hátíð Keltanna var
fjölþætt og nýstárleg fyrir Islendingana.
Slíkar hátíðir hafa verið haldnar um all-
mörg ár, og leggur fólk af Keltneskum upp-
runa sig mjög fram um að fjölmenna og þá
sem allra flest í þjóðbúningum síns héraðs.
Quimper er ekki stór borg. En talið er, að á
þessum hátíðisdögum komi þangað um 200
þús. gestir úr hinum ýmsu héruðum Bret-
ogne skagans, sem hvert hefur sinn sérstaka
þjóðbúning og sérstöku þjóðdansa. Markmið
hátíðahalda þessara er að viðhalda fornum
keltneskum venjum, búningum, fangbrögðum,
dönsum, hljóðfæraslætti og fleiru. Var mjög
skemmtilegt að sjá hina ólíkustu þjóðbún-
inga, marga mjög skrautlega og þjóðdansa af
ýmsu tagi, sem sýndir voru frá hverju héraði.
Einnig sýndu sameiginlegir flokkar Skagans,
um 1000 manns, og um 1200 manna hljóm-
sveit lék undir og gekk um götur borgarinn-
ar, að sjálfsögðu í þjóðbúningum, og léku á
sekkjapípur sínar.
Otlendir gestir á hátíðinni voru að þessu
sinni þjóðdansaflokkar frá Spáni (nánar til-
tekið Baskar frá San Sebastian), Póllandi,
Belgíu og Rúmeníu auk íslenzka flokksins.
Þessir flokkar voru fjölmennir og sýndu mjög
vel samæfða þjóðdansa hver frá sinu landi.
íslenzki flokkurinn hafði 2 sýningar á hinu
feiknamikla útileiksviði, sem reist hafði ver-
ið á auðu torgi í miðri borginni. Þar komust
fyrir milli 20 og 30 þúsund manns í sæti og
var hvert rúm skipað. Enn fremur gengu all-
ir flokkarnir í skrúðgöngu um götur borgar-
innar, sem voru troðfullar af fólki og fagn-
aðarlæti mikil. Þá var einnig sýnt fyrir sjúkl-
inga á þrem sjúkrahúsum í borginni, en
þarna virðist vera miðstöð læknavísindanna
á Skaganum, eftir stærð sjúkrahúsanna og
fjölda sjúklinga að dæma. Flokkurinn sýndi
íslenzka þjóðdansa og 7 glímumenn sýndu
glímu. Enn fremur voru sungin nokkur ís-
lenzk þjóðlög. Var mjög góður rómur gerður
að sýningum þessum, eins og eftirfarandi
blaðaummæli bera með sér.
QUEST-FRANCE 25/7. „Hinir íslenzku
vinir okkar komu áhorfendum Cornouaille-
hátíðahaldanna skemmtilega á óvart með
hinum ágætu sýningum sínum í gær. Með ís-
lenzka fánann í fararbroddi gekk hópurinn
fram á sýningarpallinn og hóf síðan skemmt-
an sína mcð fögrum íslenzkum söngvum, sem
30
ÁRMANN