Ármann - 01.02.1961, Blaðsíða 10

Ármann - 01.02.1961, Blaðsíða 10
KJARTAN BERGMANN: Ijlímun í firmamii 1959-1960 Eins og getið er um í síðasta blaði Ármanns, 3. árg. 1959, var þá fyrirhuguð för glímu- manna til Brctagne-skaga í Frakklandi, en þangað var þeim boðið á árlega þjóðhátíð Kelta þar í landi. Ármenningarnir höfðu þrjár sýningar. Sjö glímumanna voru í förinni: Rúnar Guð- mundsson, Eysteinn Þorvaldsson, Sveinn Guðmundsson, Óiafur Guðlaugsson, Sig- mundur Ámundason, Grcipur Sigurðsson og Hafsteinn Þorvaldsson. Tveir þeir síðasttöldu voru frá Héraðssambandinu Skarphéðinn. Ennfrcmur voru með í förinni sjö stúlkur, er sýndu með þeim þjóðdansa. Fararstjóri var Valdimar Örnólfsson, íþróttakennari, cn glímustjóri Gunnlaugur J. Briem. Allan und- irbúning fararinnar annaðist Þorsteinn Ein- arsson af hinni mestu kostgæfni og prýði, og cru glímumenn honum mjög þakklátir fyrir alla hans miklu fyrirhöfn í sambandi við Frakklandsförina. Á öðrum stað í blaðinu mun verða skýrt nánar frá för þessari. Glímumenn félagsins tóku þátt í öllum glímumótum, er haldin voru á árinu. Einnig voru glímusýningar við afmælishátíð Ár- manns, 17. júní, við vígslu Laugardalsleik- vangsins. Fjórir glímumenn sýndu glímu á landsmóti Templara á Þingvöllum og nokkr- ir glímumenn sýndu glímu í Skátaheimilinu fyrir dansskóla Hermanns Ragnars. Allar voru glímusýningar þessar Iiður í kynningar- starfi glímudeildarinnar á glímunni. Glímu- æfingar stóðu fram í júlímánuð 1959. Um miðjan október hófust svo glímuæfing- ar að nýju og er Kjartan Bergmann Guð- jónsson kennari eins og á s. 1. ári. Formað- ur glímudeildarinnar var Trausti Ólafsson. Glímuæfingar hafa verið ágætlega sóttar, það 8 Kjartan Bcrgmann, glimukennari Ármanns. sem af cr þessu ári. Glímunámskeið hefur verið haldið, og aðstoðuðu við það ýmsir af beztu glímumönnum félagsins eins og þeir bræður, Rúnar og Gísli Guðmundssynir, og Grétar Sigurðsson. Nokkrir af eldri glímu- mönnum, sem hættir voru að æfa, hafa nú hafið æfingar að nýju, og má þar til ncfna Kristmund Guðmundsson og Pétur Sigurðs- son. Margir nýir menn og efnilegir hafa og bætzt í hóp glímumanna og má þess vænta, að Ármann eignist, er tímar líða, öfluga sveit glímumanna. Félagsandi og samheldni glímu- manna er góð og horfur því góðar á vaxandi gengi glímunnar. Sú nýbreytni var upp tekin, að blaðamönn- um og nokkrum cldri glímumönnum var boð- ið að horfa á glímuæfingu hjá Ármanni, og gazt þeim vel að því kennsluformi, sem þar var haft, og leizt vel á glímu þess fjölmenna hóps glímumanna, sem þar var samankominn. Aðalfundur glímudeildarinnar var haldinn ÁRMANN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.