Ármann - 01.02.1961, Blaðsíða 31

Ármann - 01.02.1961, Blaðsíða 31
ÞORSTEINN EINARSSON: ^rakklaudsfor 0ltmu\élagsius /Qrmauus sumartb 1959 Þann 22. júlí 1959 héldu 7 stúlkur og 9 piltar á vegum Glímufélagsins Ármanns til heim- sóknar á þjóðhátíð Kelta á Bretogneskaga í Frakklandi. Árlega, síðustu helgi júlímánað- ar, efna samtök Kelta í Frakklandi til hátíð- ar í borginni Quimper úti á Bretogne-skaga. I ár fór þessi hátíð fram dagana 23.-26. júlí. Á hátíðum þessum, Fétes des Cornouaille, safnast fólk af keltneskum uppruna saman og klæðist þá keltneskum þjóðbúningum. Margt er til skemmtunar en mest ber þó á þjóð- dönsum, þjóðbúningasýningum, þjóðlaga- söngvurum og sýningum eða keppni í kelt- neskum fangbrögðum. Hátíðir þessar eru víð- frægar fyrir glæsibrag. Ástæðan fyrir því að þessi flokkur Glímu- félagsins Ármanns fór í heimsókn á þessa hátíð Keltanna er sú, að 1957 komu hingað þrír Frakkar í sambandi við það, að þá voru 20 ár liðin frá því að „Pour-Qua-Pas“ fórst vestur við Mýrar. Einn þessara manna var blaðateiknari að nafni R. Y. Creston. Hafði hann skömmu fyrir komu sína hingað lokið við að skrifa bók um keltnesk fangbrögð. Einhvers staðar hafði hann heyrt um Glímu og vildi þá nota tækifærið til þess að kynnast henni. Hitti Greston Þorstein Einarsson, í- þróttafulltrúa að máli og fékk hjá honum ýmsar upplýsingar um Glímu og nokkrir glímumenn úr Ármanni sýndu Frökkunum glímu. Creston varð undrandi, er hann sá glímumennina taka brögð, sem hann þekkti frá hinum keltnesku fangbrögðum. Lét hann þá í Ij ós þá ósk, að glímumenn kæmu í hcim- sókn á hátíð Kelta suður Bretogneskaga. Frá nefnd þeirri, sem sér um þjóðhátíð Keltanna, barst svo 1957 boð til Glímufélags- ins Ármanns. Sumarið 1958 var eigi hægt að þiggja heimboðið. Á s. 1. hausti endurnýjuðu Keltarnir boð sitt og var þá tekið til við æf- ingar undir þessa Frakklandsför. Forstöðu- nefnd hátíðarinnar spurðist fyrir um það, hvort glímumennirnir gætu ekki sýnt þjóð- dansa, kynnt ísl. þjóðbúninga og sungið ísl. þjóðlög. Var lögð mikil áherzla á, að flokk- urinn gæti kynnt þetta þrennt ásamt glím- unni. Vegna þessa voru fengnar stúlkur til þess að æfa nokkra ísl. þjóðdansa með glímu- mönnunum. Kenndi Helga Þórarinsdóttir dansana. Einnig bjó flokkurinn sig undir að syngja nokkur ísl. þjóðlög. Kenndi Helgi Þor- láksson yfirkennari flokknum söng, sem Valdimar Örnólfsson stjórnaði. Þátttakendur í þessari Frakklandsför Glímufélagsins Ár- manns voru: Valdimar Örnólfsson, fararstjóri og túlkur; Gunnlaugur J. Briem, fulltrúi Glímufélagsins Ármanns og í fararstjórn flokksins: Helga Þórarinsdóttir, stjórnandi þjóðdansa; Rúnar Guðmundsson og kona hans Þórunn Einarsdóttir; Ólafur Guðlaugs- son; Sigmundur Ásmundsson; Eysteinn Þor- valdsson; Sveinn Guðmundsson; Greipur Sigurðsson; Hafsteinn Þor\raldsson og kona hans Ragnhildur Ingvarsdóttir; Iris Ingi- bergsdóttir; Edda Skúladóttir; Sæunn Magn- úsdóttir; Inga Á. Guðmundsdóttir. Kjartan Bergmann Guðjónsson, sem er glímukennari félagsins, gat ekki farið vegna starfa sinna sem skjalavörður Alþingis, en sumarþing var háð um þetta leyti. Ætlunin var að flokkurinn sýndi í þrem bæjum og þar á meðal hafði verið rætt um hinn gamla fiski- bæ Paimpol, en frá þeim bæ sigldu aðallega frönsku skúturnar á Islandsmið hér fyrr meir. Með för þessari var hafin sú viðleitni, að glímumenn heimsæktu þjóðir, sem viðhalda ÁRMANN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.