Ármann - 01.02.1961, Blaðsíða 21

Ármann - 01.02.1961, Blaðsíða 21
ERLA FREDERIKSEN: 0 Tómstundastarf Armanns Sú nýlunda hefur verið tekin upp hjá Æsku- lýðsráði Reykjavíkur að efna til tómstunda- starfs innan íþróttafélaganna í Reykjavík einu sinni í viku. Ármann hóf þessa starfsemi um miðjan janúar 1960 og var hún upp frá því á hverju miðvikudagskvöldi í hinu nýja fé- lagsheimili Ármanns við Sigtún. Á félagsráðs- fundi, er haldinn var skömmu síðar, var kos- in þriggja manna nefnd til að sjá um allar framkvæmdir viðvíkjandi tómstundastarfinu. Nefnd þessa skipa þau Jón Júlíusson, Erla Frederiksen og Hrafnhildur Georgsdóttir. Starf þcirra er fólgið í því að auglýsa og sjá um aga og umgengni í húsinu. Tómstundaiðjan skiptist í þrjá flokka, skákkennslu, frímerkjasöfnun og bast og tága- vinnu. Öllum félagsmönnum innan 16 ára aldurs er heimil þátttaka, og er gjaldið yfir veturinn 25.00 krónur. Kennarar eru fjórir, sem allir eru á vegum Æskulýðsráðs Reykja- víkur. I fyrstu var aðsókn í lakara lagi og því aðeins kennt frá kl. 7.30 til 9.30 en fljótlega Tómstundanefnd ig$g-ig6o. Frá vinstri: Erla Frederiksen, Jón Júlíuss. og Hrafn- bildur Georgsdóttir. rættist úr því, og áður en varði varð aðsókn að bast- og tágavinnu það mikil, að skipta varð flokkunum í tvo hópa, þannig, að yngri þátttakendurnir störfuðu frá klukkan 7 til 8.30, en þeir eldri frá kl. 8.30 til 10.30. Alls voru þátttakendur 75 og störfuðu þeir af mjög miklum vilja og dugnaði. Þegar ástæður leyfðu voru sýndar kvik- myndir til skemmtunar þátttakendum. Einn- ig kom Friðrik Ólafsson, stórmeistari í heim- sókn og háði fjöltefli við meðlimi skákflokks- ins. Ágóðinn af tómstundastarfinu rennur til kaupa á ýmsum leikáhöldum, sem komið verður upp í félagsheimilinu á næstunni. Ákveðið hefur verið að halda tómstunda- kvöldum þessum áfram. Allir félagar Ár- manns innan 16 ára aldurs eru hvattir til að taka þátt í starfsemi þessari, sér til gagns og gamans. T ómstundavinna Ungt fólk í tórnstundum sínum i Ár- rnannsbeimilinu. ÁRMANN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.