Ármann - 01.02.1961, Side 21
ERLA FREDERIKSEN:
0
Tómstundastarf Armanns
Sú nýlunda hefur verið tekin upp hjá Æsku-
lýðsráði Reykjavíkur að efna til tómstunda-
starfs innan íþróttafélaganna í Reykjavík
einu sinni í viku. Ármann hóf þessa starfsemi
um miðjan janúar 1960 og var hún upp frá því
á hverju miðvikudagskvöldi í hinu nýja fé-
lagsheimili Ármanns við Sigtún. Á félagsráðs-
fundi, er haldinn var skömmu síðar, var kos-
in þriggja manna nefnd til að sjá um allar
framkvæmdir viðvíkjandi tómstundastarfinu.
Nefnd þessa skipa þau Jón Júlíusson, Erla
Frederiksen og Hrafnhildur Georgsdóttir.
Starf þcirra er fólgið í því að auglýsa og sjá
um aga og umgengni í húsinu.
Tómstundaiðjan skiptist í þrjá flokka,
skákkennslu, frímerkjasöfnun og bast og tága-
vinnu. Öllum félagsmönnum innan 16 ára
aldurs er heimil þátttaka, og er gjaldið yfir
veturinn 25.00 krónur. Kennarar eru fjórir,
sem allir eru á vegum Æskulýðsráðs Reykja-
víkur.
I fyrstu var aðsókn í lakara lagi og því
aðeins kennt frá kl. 7.30 til 9.30 en fljótlega
Tómstundanefnd ig$g-ig6o. Frá vinstri:
Erla Frederiksen, Jón Júlíuss. og Hrafn-
bildur Georgsdóttir.
rættist úr því, og áður en varði varð aðsókn
að bast- og tágavinnu það mikil, að skipta
varð flokkunum í tvo hópa, þannig, að yngri
þátttakendurnir störfuðu frá klukkan 7 til
8.30, en þeir eldri frá kl. 8.30 til 10.30. Alls
voru þátttakendur 75 og störfuðu þeir af
mjög miklum vilja og dugnaði.
Þegar ástæður leyfðu voru sýndar kvik-
myndir til skemmtunar þátttakendum. Einn-
ig kom Friðrik Ólafsson, stórmeistari í heim-
sókn og háði fjöltefli við meðlimi skákflokks-
ins. Ágóðinn af tómstundastarfinu rennur til
kaupa á ýmsum leikáhöldum, sem komið
verður upp í félagsheimilinu á næstunni.
Ákveðið hefur verið að halda tómstunda-
kvöldum þessum áfram. Allir félagar Ár-
manns innan 16 ára aldurs eru hvattir til að
taka þátt í starfsemi þessari, sér til gagns og
gamans.
T ómstundavinna
Ungt fólk í tórnstundum sínum i Ár-
rnannsbeimilinu.
ÁRMANN
19