Ármann - 01.02.1961, Blaðsíða 9

Ármann - 01.02.1961, Blaðsíða 9
landslið og sent til Noregs og Finnlands. 1 landsliði þessu áttu Ármenningar fjórar stúlkur. Fyrsti landsleikurinn var leikinn á hinum glæsilega Bisletleikvangi í Osló. Leik þennan sigruðu norsku stúlkurnar með io mörkum gegn 7, og þóttu þær íslenzku standa sig með mikilli prýði í þessum fyrsta lands- leik sínum. Síðan voru leiknir þrír leikir, einnig á norskri grund. Lauk tveim þeirra með jafntefli, en þeim þriðja töpuðu þær fyr- ir Noregsmeisturunum, Grefsen frá Osló. Síðan var haldið til Finnlands og leiknir þar fjórir landsleikir í Norðurlandameistaramót- inu, sem þar var haldið. Einum leik lauk með íslenzkum sigri. Var það leikurinn gegn Finn- um og urðu íslenzku stúlkurnar því í fjórða sæti, sem má teljast góður árangur hjá svo lítt reyndu liði. Enn er haldið Norðurlandameistaramót 1:959 °g nú í Noregi. Þá eru einnig fjórar Ár- mannsstúlkur með í förinni. í því móti sigr- uðu íslenzku stúlkurnar Noreg og höfnuðu því í 3.-4. sæti ásamt hinum norsku stöllum sinum. Danir standa öðrum þjóðum framar i handknattleik, og er undravert og dásamlegt að sjá hvílíkri leikni og tækni þeir búa yfir. En svo lengi lærir sem lifir eins og þar stend- ur, og vonandi verður þess ekki langt að bíða að íslenzkar handknattleiksstúlkur geti veitt þeim dönsku harða mótspyrnu. f handknattleik er það ekki aðalatriðið að sigra alltaf, heldur að vera með og leika drengilega. Þeirri staðreynd verður seint haggað, að bctra liðið sigrar að lokum. Það er einnig staðreynd, að liðið byggist upp af sjö einstaklingum, en þessir sjö einstaklingar eiga að vera sem einn maður. Tapi iiðið, eru það allir sjö einstaklingarnir sem hafa tapað, einnig ef liðið sigrar, hafa allir sjö sigrað jafnt. Skori ein manneskja fleiri mörk en önnur, er ekki þar með sagt að sú hin sama sé bctri leikmaður en hver önnur, heldur ein- ungis vegna þess að hinir sjö hafa í flestum tilfellum skapað henni bctri tækifæri. Það sem átt er við með þessum orðum, er einungis það, að skapist sundrung í liði, er voðinn vís. Það er sama hversu gott liðið er, góður árangur næst alderi, nema einstakling- arnir sjö, séu sem ein manneskja. Sem sagt, elski maður samspilarann eins og sjálfan sig, gengur allt vel. HancLknattleikscLeild Aðalfundur deildarinnar var í nóv. s.l. f stjórn voru þessir kosnir: Formaður Gunnar Jónsson, varaformaður Jón G. K. Jónsson, gjaldkeri Lúðvík Lúðvíksson, ritari Hans Guðmundsson, spjaldskrárritari Þuríður ís- ólfsdóttir og Kristín Jóhannsdóttir. Framkvæmdastjóri er Stefán Gunnarsson og formaður skemmtinefndar Lúðvík Lúð- víksson. Þjálfarar eru Gunnlaugur Hjálmarsson, Lúðvik Lúðvíksson og Þórður Kristinsson. Æfingatafla: Sunnud. Mánud. Miðv.d. Fimmtud. Mfl., 1. og 2. fl. k. 10,10 6,50 3. fl. k 3,00 6,00 4. fl. k 6,00 Kvennafl. 9*20 7.40 Æft er að Hálogalandi. ]udo-deild Aðalfundur deildarinnar var haldinn í okt. s.l. Stjórn deildarinnar er nú þannig skipuð: Þorkell Magnússon formaður, Úlfur Markús- son og Sigurður Jóhannsson. Kennari er Sigurður Jóhannsson. Æfingatafla: Þriðjud. Föstud. Sjálfsvarnir....................7,00 7,45 Judo............................8,00 7,45 Æft er í íþróttahúsi Jóns Þorstcinssonar. ÁRMANN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.