Ármann - 01.02.1961, Blaðsíða 35

Ármann - 01.02.1961, Blaðsíða 35
ÞORKELL MAGNÚSSON: Jl eti ei ekki Lœ<jt að ajjsaka Á félagsráðsfundi Ármanns hinn 17. febr. 1960 kom fram eftirfarandi tillaga: Fundurinn samþykkir að fela stjórn félags- ins að koma á fót flokkakeppni, þar sem keppt yrði um titilinn: „Best æfða deild fé- lagsins". Keppni fari fram árlega, t. d. í apríl, áður en æfingar hætta. Flutningsmenn voru þeir Þorkell Magnús- son, Ásgeir Guðmundssonog Haukur Bjarna- son. Markmið þessarar tillögu er fyrst og fremst að skapa meiri festu og ábyrgð í hið menn- ingarlega starf sem félagið innir af hendi. Aðalstjórn félagsins verður að gera þá kröfu til hvers einasta starfandi félaga að hann Ármenmngurinn Hilmar Þorbjörnssott sprettbardasti Islendingur fyrr og sídar. starfi sem ábyrgur meðlimur. Tillagan gerir kröfur til kennara deildanna. Sem betur fer hefur Ármann á að skipa úrvals kennurum. Það er því ábyggilegt að tillagan er kærkom- in frá þeirra sjónarmiði. Þessi tillaga felur eiginlega í sér, að gerð séu „reikningsskil“ þegar vetrarstarfinu líkur. Aðalstjórnin þarf á raunhæfan hátt að geta áttað sig á, hvern- ig hún ver því fjármagni sem henni er trúað fyrir og hvernig því fjármagni er ráðstafað, sem hún aftur hefur trúað hinum ýmsu deild- um og kennurum þeirra til að nýta. Æskufólk sem til æfinga kemur, vill starfa, vill æfa, vill gera óhemju mikið. Ólánið skeð- ur þegar hið góða afl er ekki nýtt þannig að íþróttamaðurinn fái að njóta sín. 1 góðu í- þróttafélagi á æfingatíminn alltaf að vera til góðs, fyrir manninn sjálfan, fyrir heimili hans og þjóðfélagsheildina. Samkeppnin um titilinn „bezt æfða deild félagsins“ verður hörð. Dómnefndin á að vera víðsýn og dæma ekki einungis eftir leikni og þoli, líka er ætlazt til að hún gefi fyrir háttvísi og manngildi hvers einstaklings og hópnum sem heild. Það þarf að vera eitt- hvað svipað og með fegurðarsamkeppnirnar, þar er það ekki alltaf snoppufríðasta persón- an sem sigrar, heldur á sá eða sú að sigra, sem sameinar beztu kostina. Það er rótin sem færir blómunum næringu, íþróttamaðurinn þjóðfélaginu drengskap og öryggi. Þrír jrjálsíþróttaleidtogar Ármanns. Frá vinstri: Þorkell Sigurðsson, Jóhann Jóhannesson og Ingimar Jónsson. ÁRMANN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.