Ármann - 01.12.1965, Blaðsíða 18

Ármann - 01.12.1965, Blaðsíða 18
fells og jafnað svæðið þar fyrir vestan. Er hugmyndin að á næsta sumri megi þar gera körfuknattleiksvöll. í sumar vann drengjaflokkur úr Vinnuskóla Heykjavíkur ýmis- konar störf við hirðingu og snyrtingu íþróttasvæðisins, kann félagið drengjunum, flokkstjóranum og stjórn Vinnuskólans beztu þakkir fyr- ir þessa aðstoð. Þá má geta þess að margskonar íþróttakeppni fór fram i sumar á íþróttasvæðinu, meðal annars ýmsar keppnir í frjálsum íþrótt- um milli héraðssambanda og í fleiri íþróttagreinum. Ármenningar, notum svæðið okkar vel, hjálpumst öll að, til að hafa það ætíð í lagi og munið að ganga vel um það. Látum þann draum rætast að þarna megi ætíð vera að leik dugmikill og lífsglöð æska. handknattleiksdeildar kvenna til Þýzkalands 1964 Loks rann upp hin langþráða stund, sem við höfðum beðið eftir með óþreyju. Við vorum samt heldur syfjaðar og fullar eftirvæntingar, þeg- ar við mættumst á Hótel íslandsplaninu um óttu, aðfaranótt 17. júlí. Þaðan héldum við til Keflavíkurflugvallar í langferðabíl, sem ferða- skrifstofan Lönd og Leiðir hafði útvegað, en það sá um ferðina. Ferða- hugurinn var ekki svo lítill og var sungið alla leiðina, svo að samferða- menn, sem voru sænskir íþróttamenn, höfðu ekik stundarfrið til svefns. Og tveggja klukkustunda bið á Keflavíkurvelli orsakaði það, að tauga- spennen náði hámarki sínu. Þegar vélin hóf sig loks á loft, var ekki laust við, að skjálfti færi um líkama margra okkar. Fyrsti áfangastaður var Gautaborg. Þar urðum við að hafa hraðann á til þess að missa ekki af lestinni, sem átti að flytja okkur til Kaup- mannahafnar. Við sáum þess vegna ekki mikið af Svíþjóð í þetta sinn. Það helzta, sem vakti athygli okkar, var röggsemi sænsku kvenþjóðar- innar. Sem dæmi má taka bifreiðastjórann, sem ók okkur frá flugvell- inum til járnbrautastöðvarinnar. Hann var af veikara kyninu, rúmlega tvítug stúlka, og getum við að miklu leyti þakkað henni fyrir að við náð- um lestinni. En það furðulegasta, sem við rákum augun í, voru rosknar konur á vespum. Það fannst okkur nokkuð skoplegt, en það virtist ekki svo óalgeng sjón fyrir Svía. í 8 ÁRMANN

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.