Ármann - 01.12.1965, Blaðsíða 23

Ármann - 01.12.1965, Blaðsíða 23
P|étur Kristjánsson, Þorgeir Ólafsson, Ólafur Guðmunds- son, Einar Hjartarson, sem jafnframt er þjálfari liðsins, Sólon S'igurðsson, Siggeir Siggeirsson og Einar Krist- insson. Myndin af Stefáni Ingólfssyni er í efra horninu hægra megin. A liðnu starfsóri gat liðið sér m. a. til frægðar að vinna ís- landsmótið í sundknattleik í 25. sinn í röð. Það lék sex leiki og vann þá alla, skoraði alls 40 mörk gegn 12. Aðal- keppinauturinn nú, sem und- anfarin ár, var lið KR og eru úrslitaleikir liðanna að verða skemmtilegri með hverju ári. Vetrarstarfið 1965 — ’66 er hafið fyrir nokkru og þegar hefur farið fram eitt sund- knattleiksmót, svonefnt _ — Haustmót SRR —. Lið Ár- manns sigraði í mótinu, vann Ægi með 9:1 og KR í úrslit- um, 8:1. Má því segja að vel hafi á stað ferið farið og er lóttur og góður andi innan liðsins, — mórallinn — sem sagt upp á það bezta. A-sveit og telpnasveit Árrmanns, sem báðar settu íslandsmet 8. apríl sl. Efri röð frá vinstri: Hrafn- hildur Kristjánsdóttir, Matt- hildur Guðmundsdóttir og Eygló Hauksdóttir. — Neðri röð frá vinstri: Guðfinna Svavarsdóttir, Sigrún Sig- geirsdóttir og Sigrún Einars- dóttir. Ármanns (Hrafnhildur, Matthildur og Eygló) á enn nýju meti 4.06,3 mín. Eldra Islandsmetið hafði staðið frá 1949, en það var þá sett af Ármannsstúlkunum Kolbrúnu Ólafsdqttur, Þórdísi Árnadóttur og Anný Ástráðsdóttur. Hinn 15. júní sl. bættu svo Ármannsstúlkurnar enn metið í 4.05,7 mínútur. Trausti Júlíusson er einn af okkar beztu sundmönnum í dag og synd- ir hann jöfnum höndum flugsund, skriðsnd og baksnd og á hann nú flest ármannsmet í þeim greinum, aðeins Pétur Kristjánsson er hon- um fremri í styttri skriðsundum. Af öðrum mætti telja Reyni Guðmundsson sem er bringusundsmaður og keppti á síðasta ári á Unglingameistaramóti Norðurlanda. Gunnar Guðmundsson og Símon Sverrisson eru mjög ungir piltar, er synda bringusund. Á árinu setti Gunnar sveinamet í 400 m bringu- sundi og var það þá annar bezti tími Ármennings, en Gunnar er að- eins 12 ára gamall. Þessum unglingum er það að þakka, að Ármann hefur unnið Ung- lingamót íslands þrisvar sinnum í röð eða alltaf síðan það var stofn- sett og alltaf með mjög miklum yfirburðum. ÁUMANN 23

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.