Ármann - 01.12.1965, Blaðsíða 21

Ármann - 01.12.1965, Blaðsíða 21
Kaupmannahöfn á leiðinni til baka. Við vorum flestar samþykkar því, þar sem við undum hag okkar alveg prýðilega. En samt kom laugar- dagskvöldið, er við þurftum að kveðja alla nýju félagana okkar, og var það ekki svo auðvelt. Ferðin heimleiðs gekk eins og í lygasögu. Farið var alveg sömu leið og við komum. í Kaupmannahöfn var dvalið rúman dag, sem var notaður til að verzla, og síðasta kvöldið okkar í „útlandinu“ skemmtum við okk- ur í hjarta borgarinnar „Tívolí“. Daginn eftir var farið með lest til Gautaborgar og þaðan flogið til Keflavíkur. Þar tók Guðmundur Jónasson á móti okkur og sá um, að við komumst heilu og höldnu til Reykjavíkur. Vorum við allar fegnar að komast heim eftir erfiða ferð. Eitt er þó víst, að við vorum allar hæst ánægðar með hana. Viljum við svo ljúka þessari frásögn með því að þakka. ferðastjórninni alla fyrirhöfn, vegna fararinnar. Sund Ármann hefur oft átt á að skipa góðum sundmönnum og sundkonum. Nægir að nefna nöfn eins og Anna Ólafsdóttir, Þórdís Árnadóttir, Kolbrún ólafsdóttir, Ágústa Þorsteinsdóttir, Pétur Kristjánsson, Ein- ar Kristjánsson o. m. fl. Þau áttu flest íslandsmet í sínum sund- greinum, er þau voru upp á sitt bezta, en þau met eru nú öll fallin, ýmist í hendur Ármenninga eða annars sundfólks. Undanfarin ár hefur ekki borið eins mikið á Ármenningum í sund- greinum fullorðinna og áður fyrr, nema þá helzt í ár. Þeim mun meira hafa Ármenningar látið að sér kveða í unglingasundunum, og eiga Ármenningar nú flest unglingamet í sundi. Okkar bezta sundfólk í dag er: Matthildur Guðmundsdóttir, sem er mjög fjölhæf sundkona. Brinkusund og baksund eru hennar beztu greinar, og á hún nú tvö íslandsmet í bringusundi, en auk þess á hún 19 telpna- og stúlknamet í ýmsum sundgreinum. Matthildur er aðeins 16 ára. Hrafnhildur Kristjánsdóttir er að verða okkar sterkasta sundkona, að- eins 14 ára gömul. Hún hefur þegar sett tvö íslanusmet í skriðsund- um, og auk þess á hún 12 telpna- og stúlknamet í skriðsundi, flugsundi og baksundi. ÁRMANN 21

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.