17. júní - 01.02.1923, Side 1
17.JÚNÍ
Febrúar 1923.
3. tbl.
1. árg.
SÍÐAN sambandslögin öðluðust gildi,
hafa stjórnmálaflokkarnir verið að
togast á um það, að nota sem mest
rjett þann, sem Islendingum er lieimil-
aður í lögunum, til þess að taka í sín-
ar hendur mál, sem annars Dönum er
falið að fara með, þar til öðru vísi
verði ákveðið. fannig tóku Islending-
ar hæstarjett inn í landið, töluðu um
að taka að sjer strandvarnirnar og til
mála hefir komið, að losa Dani við ut-
anríkismálin, sem þeir nú fara með í
umboði íslendinga.
Hvort nokkuð liggur fyrir þinginu
um þetta, nú er það kemur saman, vit-
um vjer ekki, en hitt er víst, að ýms-
ar raddir eru á lofti um það, að þetta
væri æskilegt, og mun forsætisráðherr-
an hafa látið falla orð í þá átt,
að æskilegt væri að íslendingar fengju
utanríkismálin að öllu í sínar hendur,
þótt liann hinsvegar viðurkendi það,
að ekkert sje að athuga um meðferð
Dana á þessum málum.
Mundi það ekki misráðið að fara nú
að hreyfa við þessum málum, og taka
þau að fullu og öllu úr höndum Dana?
Eru tímarnir til þess, að bæta rneiru á
gjaldalið ríkisins, og það til þessa, sem
ekki verður að telja beina nauðsyn á.
Danir hafa engin áhrif, og gera ekk-
ert til þess að liafa áhrif á meðferð
utanríkismála íslands. Eeir gera alt
til þess, að framkvæmd þeirra verði
eins og Islendingar sjálfir óska.
Mundi það ekki lítt verjandi, ef þing-
ið færi nú að veita stórfje til að setja
upp mikiö og dýrt skrifstofubákn, með
sendiherrum og konsúlum víða um h'eim,
á sama tíma og þjóðin er að örmagn-
ast undir vinnuleysi, dýrtíð og þungum
sköttum, og hvorki landsstjórn eða þing
þykist hafa fje til þess að láta byrja
framkvæmdir á byggingum og fyrir-
tækjum, sem þó enga bið þola, og gætu
orðið til þess að draga úr vinnuleys-
inu. Getur það verið, að þjóðin sje
orðin svo gegnsýrð af hjegómagirnd,
að hún vilji eyða sínum síðasta pening
til þess að kaupa fyrir dýrar fjaðrir til
' þess að skreyta sig með, vitandi það,
að hún hefir naumast til næsta máls?
Yjer trúum því ekki. Vjer trúum
því, að ennþá sje þjóð vor borin uppi
af lieilbrigðri liugsun, og sje svo, þá
ræðst hún ekki í að kaupa dýrar og
skrautlegar fjaðrir, fyr en hún hefir
etthvað að taka af.
Hið sanna sjálfstæði, svo vel þjóða
sem einstaklinga þeirra, er það, að vera
fjárhagslega sjálfstæður. I3ví er fyrsta
sporið það, til fulls sjálfstæðis þjóðar-