17. júní - 01.02.1923, Side 3

17. júní - 01.02.1923, Side 3
17. JUNI 31 Jón Sveinbjörnsson, konungsritari. Me&al þeirra breytinga, sem leiddu af sambandslögunum 1918, var ein sú, aö stofna þurfti konungsritaraembættið. í*að embætti veitir konungur og laun- ar af borðsfje sínu. Embætti þetta var stofnað þegar eftir aö lögin hlutu stað- festingu. Uaö vildi þá lika svo til, að Islend- ingar áttu mann hjer i Höfn, sem alveg var sjálfsagð- ur í þetta embætti. Maðurinn var hr. Jón Sveinbjörns- son. í>að er ekki ætl- unin að fara að rita langt mál um liann, enda vita íslendingar deili á honum. Pó hefir liann eflaust verið meira viðriðinn íslenks stjórnmál en margur hyggur og koma þau kurl öll til grafar á sínum tíma. Jón Sveinbjörnsson hefir verið að- stoðarmaður í fjármálaráðaneytiuu danska um langt skeið og við yfirrjett- inn. Á íslensku skrifstofunni var hann fulltrúi á tímabilinu frá 1914 og þar til sendiherra var skipaður, en þá hafði liann tekið við konungsritaraembættinu. 1. febrúar 1904, þegar stjórnarráðið var sett á stofn í Reykjavík, flutti Jón Sveinbjörnsson til Islands, og varð að- stoðarmaður á fjármálaskrifstofunni, en fór aftur utan 1900, og hefir verið hjer síðan. Jón Sveinbjörnsson er maður hálf fimtugur. Á yngri árum sínum tók hann mikinn þátt í pólitiskum deilum meðal íslenskra stúdenta, sem þá var títt, og hefir ávalt tekið þátt í fjelagsskap Islendinga lijer í Kaupmannahöfn. Hann er maður ræðinn og gaman- samur og blátt áfram i allri fram- komu. Konungsritari hefir skrifstofu sína á Amalienborg, á vinstri hönd þeg- ar komið er frá Sankt Annæ Plads, í höll Christians 7. Hjer hefir hann 3 lierbergi, er lágt til loftsins en vist- legt. Hjer hafði líka Bókmentafje- lagið skrifstofu sína og bókasafn um langt skeið og hjer sat Jón Sigurðs- son og vann fyrir f jelagið, i sama her- berginu og konungsritari nú situr i daglega. Þaö fylgir meðal annars konungs- ritarastöðunni að vera viðstaddur þeg- ar konuugur tekur við útlendum sendi- herrum og annað þess hátt.ar. Skrifstofa konungsritara er opin dag hvern rúmhelgan frá 12—3, en fyrir

x

17. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.