17. júní - 01.02.1923, Blaðsíða 11

17. júní - 01.02.1923, Blaðsíða 11
17. JUNI 39 hefðu af ásefcfcu ráði, ekki fullnægt kröf- um Frakka. Peir höfðu meðal annars ekki fengið þá tölu símstaura frá 3?jóð- verjum, sem þeim bar. En menn sáu þó jafnvel í París, að þetta mundi ekki vera nægileg ástæða. En nefndin um skaðabótamálin bætti því við, að 3?jóð- verjar hefðu heldur ekki fullnægt skil-. yrðunum um kolabyrgðir til Erakka. Petta var þó ekki það, er neinu næmi, og Pjóðverjar buðust til að borga þaö í peningum, sem á vantaði, og hafði slíkfc áfct sjer stað áður. Pessu var nú neitað. Nefndin úrskurðaði að 3?jóö- verjar drægu skaðabótagreiðslur sínar á langinn af ásettu ráði. Pess ber þó að geta, að nefndarmaðurinn enski greiddi afckvæði móti þessari ályktun nefndarinnar, en Ameríkumaðurinn lýsti því yfirj að skuldinni bæri ekki að skella á Pjóðverja, heldur friðar- samningana. Leiðin til Ruhr stóð Frökkum nú opin, og Pjóðverjar köstuðu nú fyrstu tropminu, því 10. janúar íiutti kaup- mannasamkundan í Essen með bækur sínar og alla starfsmenn til Hamborgar. Nú voru Frakkar neiddir til þess að semja við námueigendur hvern í sínu lagi. 11. janúar lýstu Frakkar Essen í hervörslu. Næsta dag gerðu Pjóðverj- ar aðra mótvörn og stöðvuðu allan kolaíiutning til Frakklands og Belgíu. Daginn eftir, 13. janúar, ljetu Frakkar nokkuð undan síga: 3?eir lofuðu aö borga þau kol, sem þeir fengju, en sem þeir höfðu áður fengið endurgjalds- laust. Mánudaginn 15. janúar gerðu fjóð- verjar þriðju mótvörnina. Peir bönn- uðu allan kolaflutning til Frakklands og Belgíu, og það þótfc greiðsla væri boðin. Pessu svörðu Frakkar með að herða enn meira á hnútnum: Bochum var sett herliði sama dag. Miðviku- daginn 17. janúar var brugðið á nýrri ráðstefnu með námueigendum, og lýstu þeir þar yfir því, að þeir ætluðu að halda sjer til ráöstafana stjórnarinnar í Berlín, og ljetu engiu kol af hendi. Næsta dag var Thyssen, námaeiganda í Essen og fimm öðrum kolkongum, boðið að mæta í Dusseldorf hjá Simon hershöfðingja, og þar er þeim tilkynt, að láti þeir okki að boðum herráðsins, verði þeir teknir til fanga. Peir neit- uðu að hlýða skipun Frakka og næsta dag var forseti ríkisnámanna settur í varðliald og svo Tyssen og hinir fimm aðrir námueigendur. Daginn eftir er þeim stefnt fyrir herrjett. Eftir nokkra daga voru þeir dæmdir i sektir og síð- an látnir lausir. Frakkar hafa nii því sem næsfc af- girt Ruhr, tekið járnbrautir og sima í sínar hendnr, og vísa nú óðum úr landi þýskum embættismönnum og öörum þeirn, sem sýna þeim mótþróa. Baráttan heldur áfram, og með hverj- um deginum sem líður, lierðir vitan- lega að Pjóðverjum og nú er svo kom- ið, að þeir fá litil eða engin kol frá ítuhr. Pessar aðfarir Frakka hafa mælst illa fyrir í álfunni. En allar tilraunir til sæfcta hafa reynst árangurslausar, og neyta Pjóðverjar að taka upp samn- ingatilraunir, fyr en Frakkar sjeu farn- ir úr landi, en þess getur -verið langt að biða.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.