17. júní - 01.02.1923, Side 4
17. JUNI
32
þann tíma koma venjulega fyrir störf
hans við hirðina og hjá konungí, og
koma á skrifstofuna margir Islending-
ar og útlendingar í ýmsum erindum.
Tryggingar og húsbyggingar.
Tvö eru þau mál, sem 17. JÚNÍ
hefir tekið sjer fyrir hendur að vekja
áhuga fyrir á íslandi, og að hrinda í
framkvæmd, þó sjálfsagt verði bið á
framkvæmdum ennþá. Uað eru trygg-
ingarmál öll og byggingarmálin. Bæði
þessi mál hafa, hvert á sínu sviði, svo
afarmikla þýðingu fyrir menning þjóð-
arinnar, mentun og fjárhagslegt sjálf-
stæði einstaklingsins, að alveg er dæma-
laust að löggjarþing og stjórn skuli
ekki fyrir löngu hafa gert gangskör
að því, að rannsaka til hlýtar þessi mál
og komið á gagngerðum umbætum.
Bað hefir þó ekki verið skortur á fyr-
irmynd annarstaðar frá.
Raunar á það að heita svo, að sjúkra-
tryggingar hafi þekst í landinu síðustu
25 árin, þó raunar hafi það verið að-
eins innan einnrar stjettar i landinu,
en sú stjett hefir heldur aldrei legið á
liði sínu um það, að fullvissa aðrar
stjettir um gagnsemi sjóðsins. Aðal-
hvatamaður Sjúkrasamlags prentara var
landlæknir G. Björnson, og er hann
því forvigismaður þeirrar hreyfingar á
íslandi, enda hefir hann mikiö um málið
skrifað og talað. Fyrir hans milligöngu
var Sjúkrasamlag Reykjavíkur stofnað,
en það hefir átt mjög erfitt uppdráttar
— mest fyrir skilningsleysi almennings
á þýðingu þessara sjóöa.
Bá eru elli- og slysatryggingar. Bað
er langt frá að þessar tryggingar sjeu
komnar í viðunandi horf, og má að
visu ekki kalla það ellitrygging heldur
ellistyrk. Hjer í Danmörku er þessum
tryggingum nú komið á sporið í hina
rjettu átt, eins og að skal vikið í næsta
blaði. Uessi styrkur er heldur hvorki
heilt nje hálft, menn' geta hvorki lifað
nje dáið af honum. Um vinnuleysis-
tryggingar eða líftryggingar er ennþá
ekki að tala á Islandi.
Bað ætti að vera auðskilið hverjum
manni, að slikar tryggingar sem hjer
hefir verið vikið að, eru mikilsvirði í
fátæku þjóðfjelagi, en það verður vit-
anlegra örðugra að koma þeim á í fá-
mennu þjóðfjelagi og strjálbygðu landi
eins og íslandi, en það er þó langt frá
að vera ókleyft.
Yjer höfum snúið oss til manns hjer
í Danmörku, sem vel er að sjer um
þessi mál og beðið hann að skrifa lijer
í blaðiuu um nytsemi trygginga og
hvernig þeim sje fyrirkomið annarstað-
ar, og má svo fara að tala um fyrir-
komulag trygginga á Islandi. —
Uá eru byggingamálin. Bað er ekki
af því að vjer viljum ráða íslensku
þjóðinni að taka eftir öðrum þjóðum
um fyrirkomulag bygginga, án tillits
til þess, hvort það sje nothæft eða
heppilegt á Islandi. Uað væri þannig
ekkert út á torfbæjina að setja sem
slíka, ef þeir væru vel bygðir og þann-
ig fyrirkomið, að hægt væri að koma
við ýtrustu hreinlætisreglum. Eins og
nú er, er þetta ekki liægt. Uað hagar
víðast svo til, að eingöngu er jarðgólf
í göngum og eldhúsi og oft standa