17. júní - 01.02.1923, Side 5
17. JUNI
33
þar pollar, svo að annaðhvort yrði að
leggja afarmikla vinnu í halda baðstof
unni hreinui eða að láta vaða á súð-
um. ÍPetta veldur líka afar miklum
örðugleikum á að halda hreinu og góðu
lofti í baðstofunni, og væri þetta fyrir-
komulag i þjettbygðu landi, mundu
hinar illu afleiðingar þessa ástands sjást
greinilegar. Uað hefir heldur ekki enn-
þá verið rannsakað neitt ítarlega, hve
mikinn þátt þetta á í berklaveikinni á
Islandi. Vjer viljum í engu lasta þær
tilraunir sem gerðar eru til þess, að
liefta útbreiðslu þeirrar veiki á Islandi,
en eigi að ná fyrir rætur hennar, þarf
að verða gagngerð breyting á húsa-
skipun í landinu. Um húsakynni í
Reykiavík og í kaupstöðum almennt á
landinu, vita menn það, að allur þorri
þeirra er naumast nothæfur, þegar að
segja á sannleikann um það.
En það mun kosta bæði mikið fje
og taka langan tíma, að koma þeim
umbætum í framkvæmd, sem nauðsyn-
legar eru, og hvorki löggjöf eða land-
stjórn hafa heldur gert neitt til þess
að gefa bendingar í þessa átt, livorki
með ranusókuum eða löggjöf.
Það er vitanlega vandasamt og örð-
ugt að koma fram með tillögur til um-
bóta í þessum málum, einkum hvað
snertir byggingar í sveitum. f’að er
svo margs að taka tillit til. En það
mun þó verða gerð tilraun til þess hjer
í blaðinu, og hvaða þýðingu góð liúsa-
kynni hafi fyrir menningu og heilbrigði
í landinu.
Og góö liúsakynni, rúmgóð og vel
hirt, er eitt hið besta uppeldismeðal.
Alþjóðastúdentafundur.
Alþjóðastúdentafundur var haldinn í
Ilaag í Hollandi dagana 15.—20. jan.
síðastl. A fundinn komu stúdentar frá
alls 15 þjóðum. Af hálfu íslenskra
stúdenta voru þar Sveinbjörn Högna-
son og Pálmi Hannesson. — Pað, sem
aðallega lá fyrir fundi þessum, var að
ræða um upptöku stúdenta Miðveld-
anna og Rússlauds í Alþjóðastúdenta-
sambandið. Samband þetta var stofn-
að árið 1918 i Strassborg, og gengust
franskir stúdentar aðallega fyrir stofn-
un þess í tilefni þess að Frakkar fengu
þá aftur háskólann í Strassborg. í
byrjun voru að eins stúdentar þeirra
þjóða, sem stóðu Prökkum næst í sam-
bandi þessu, þar á meöal danskir stú-
dentar. En síðan liefir meðlimunum
alt af fjölgað árlega, svo að nú eru
flestar þjóðir Norðurálfunnar í því, að
undanskyldum Miðveldunum og Rúss-
landi, sem Frakkar og þeirra áhang-
endur hafa aldrei viljað veita aðgang.
Einnig á þessum fundi tókst þeim
að varna því að þyskir og austurrískir
stúdentar yrðu teknir upp á næsta
fundi, þar sem þeir feldu tillögu um
að bjóða þeim á næsta fund, sem sam-
bandið heldur. Aðaltilgangur þessa
sambands er á allan hátt að auka sem
mest samvinnu meðal stúdenta i öllum
löndum og greiða götu þeirra, sem
þurfa að stunda nám sitt við erlenda
háskóla. — Islenskir stúdentar hafa
ennþá ekki gengið í samband þetta, en
þeim hefir verið boðið á tvo síðustu
fundi þess, til að kynnast störfum þess.
Sennilega ganga þeir i það á næsta að-