17. júní - 01.06.1924, Blaðsíða 12
28
17. JÚNÍ
Börn ekkju eiga að ala önn fyrir
henni, „eins og þau mundu ala önn
fyrir elskaðri heitmey sinni“.
Kona, sem hvað eftir annað heim-
sækir vinkonu sína, án vitundar bónda
síns, missir bæði eyrun. Vinkona henn-
ar hlýtur sömu hegning.
Maður, sem tekur konu með sjer á
ferðalag, án pess að vita að hún var
gift, á, ef það sannast, að greiða manni
hennar tvo talenti af blýi, og láta reyna
sig í vatni, p. e. kasta sjer í fljótið til
þess að sanna sakleysi sitt.
Hafi kona tekið fram hjá manni sín-
um, má hann hegna henni sem honum
sýnist. Ef hún stelur, má hann skera
af henni eyrun. Vilji hann ekki hegna
henni sjálfur, getur hann látið þann
gera það, er stolið var frá, og sker
hann f>á nefið af henni.
Assyriumenn hafa gætt vel kvenna
sinna. Qefi ung stúlka sig giftum
manni af frjálum vilja, á hann samt að
greiða föðurnum þrefalt verð hennar.
Berji karlmaður konu, á að skera af
honum fingurinn, biti hann hana, er
efri vörin skorin af honum. Kona, sem
veitir manni áverka, fær einnig hræði-
iega hegningu — en einstök atriði eru
ekki fyrir mannleg eyru. Frh.
BOGI TH. MELSTEÐ sagnfræðingur
dvelur í Bad Nauheim um þessar mund-
ir, sjer til heilsubótar.
Nokkur orð um Sænsk-finsk þjóðernisatriði á vorum dögum.
Eftir dr. phil. Hugo Östman.
t
Iraun og veru er ekkert til í Svíþjóð
sem stendur,, er getur kallast þjóð-
ernis-mál. Eftir því sem næst verður
komist, bjuggu við lok ársins 1905
3092 Finnar í Luleá-Lappmörk, i Torneá-
Lappmörk 2745 og í nyrðstu sókn rík-
isins Karesuando 422 Finnar. Síðan
járnbrautarnetið var lagt alla leið til
Norðurbotns1), hefur finsk tunga hætt
að breiða sig á kostnað sænskrar tungu.
Járnbrautin hefur á 10 árum hjer um
bil alveg unnið Qellivara, sem áður var
hreint finskt, og gert það sænskt.
C>að hafa, á alveg óeðlilegan hátt,
verið gerðar tilraunir til þess, að skapa
i) Við nyrðstu vik Eystrasalts.
finska þjóðernishreyfingu í Norðurbotni,
en enginn skynsamur maður hefur trú
á þeirri hreyfingu. í raun og veru
gera hinir tiltölulega fáu Finnar, sem
búa í Norðurbotni, enga kröfu um að
sameinast Finnlandi, enda þótt það sjeu
það fjörug verslunarviðskifti yfir landa-
mærin í Torneá-dalnum.
Lanfræðislega sjeð, er enginn merkja-
garður reistur á landfestunni milli Sví-
þjóðar og Finnlands. Árfarvegir sem
landamæri, eru oftar fremur til að sam-
eina þjóðir og kynþætti, en að skilja
þær að; þetta bera líka hinar stöðugu
samgöngur við landamærin hjer norður
frá nægilega vitni um. í öðru lagi eru