17. júní - 01.06.1924, Blaðsíða 16

17. júní - 01.06.1924, Blaðsíða 16
32 1 7. JÚNÍ Langt værre end Havis er hjertets is som spærrer os pligtens vej. FSr den magt i et folk, er det vist pá forlis, og vársolen smælter den ej. Men den strále varm som nár ind i barm fra heltenes offerstol, smælter sjælens is og paa underfuld vis tændes ufedte slægter en sol. ... Islendingar sem kynst hafa Marius Kristensen, vita að hann ann landi okkar og p]óö, og á liðnum tímum, er stjórn- arfarsdeilurnar stóðu sem hæst meðal Dana og íslendinga, var hann meðal þeirra er ávalt gættu rjettar og sann- leika, hver sem í hlut átti. Hann var einn þeirra, er fann pað sem skyldu dönsku pjóðarinnar, ekki einungis að unna íslandi fulls sjálfstæðis, heldur vildi hann eftir föngum bæta f>au brot, er fáviska og skammsýni hafði látið dönsku einveldisherrana brjóta á móti íslendingum. Flærðarlaus og óhræddur sagði hann oft frá ræðustólnum löndum sínum til syndanna, en stundum líka okkur ís- lendingum fulla meiningu sína, er hon- um fanst, að við hefðum unnið til þess. Við, sem þekkjum ást dr. Marius Kristensens á landi okkar og mentun að fornu og nýju, og sem vitum líka, að hann er í grein sinni einna fróðastur maður í Danmörku, höfum oft óskað þess, að honum og íslensku þjóðinni auðnaðist nánari kynni hverju af öðru, og ef hann heimsækti einhverntíma „Norðureyjuna“, sem hann hefur svo oft dreymt um, og enn oftar sýnt kær- leika í verki, þá ætti hann að vera góð- ur gestur og kærkominn. F. A. B. 17. JÚNÍ. 6 blöð á ári. Kostar: árg. 3 kr., einstök blöð 50 aura. Ritstj. Engtoftevej 2, 3. sal. Afgreiðslumaður í Reykjavík: Úlrich Hansen, Aðal- stræti 8. Leiðrjetting. Hr. ritstjóri! Prófessor dr. Valtýr Guðmundsson undrast yfir því, í hinni vinsamlegu grein um bók mína Islands Lovsang, í síðasta tbl. af „17. JÚNÍ“, að eg skuli (s. 13) nota orðin: „þetta norska kvæði“ um „Geisla" Einars Skúlasonar. E>ar- með hefi jeg viljað segja, að kvæðið væri um menn og málefni innan norsku þjóðarinnar og kirkjunnar, en hefi auð- vitað aldrei eitt augnablik viljað bera á móti því, að það tilheyri íslensku bókmentunum, og að það í þeim skiln- ingi sje íslenskt kvæði. Detta sjest eirinig á titli bókarinnar og samheng- inu. Við að lesa setninguna aftur, virð- ist mjer að sá skilningur á orðunum liggi næst. En jeg sje þó að þau hafa getað misskilist og nota því tækifærið til að leiðrjetta þennan misskilning. Arne Möller. DANSK-ISLANDSK KIRKESAG heitir blað, er fjelag með sama nafni gefur út hjer i Danmörku. í þessu blaði er ýmiskonar fróðleikur um menn ogmál- efni innan íslensku kirkjunnar. Ritstjóri: Þorfinnur Kristjánsson. Prentað hjá S. L. Möller, Kaupmannahöfn. umt

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.