17. júní - 01.06.1924, Blaðsíða 5

17. júní - 01.06.1924, Blaðsíða 5
17. JUNI 21 Driðja ráðuneyti Jóns Magnússonar EFTIR langa og harða fæðingar- hríð tók hið þriðja ráðuneyti hr- Jóns Magnússonar sæti á ráð- herrabekk þjóðþingsins ísl., laugardag- inn 22. mars, kl. 12 á hád. Eftir að forseti Nd. hafði lýst fundinn settan og lesið upp dagskrána, gaf hann hinum nýja forsætisráðherra orðið. Forsætisráðherra reisti sig i stól sín- um og lýsti því, hverjar ástæður lægju til pess, að hann talaði úr þessu sæti, hverja hann hefði valið með sjer í stjórn landsins og stefnu ráðuneytisins. Um stefnuatriði stjórnarinnar fór þó forsætisráðh. fáum orðum. Hann gat þess þó, að ráðaneytið mundi Ieggja alla áherslu á að spara, en það mundi þó naumast verða komist hjá því, að auka eitthvað skatta til ríkisins í bili, til þess að fá sem fyrst jafnvægi á fjármálin. E>ó varð ekki sjeð á ræðu forsætisráðh., hvaða leiðir hann helst kysi að fara til að auka tekjur ríkissjóðs. Dað virðist vera einfalt mál að spara, þegar að skera á niður á útgjaldaliðn- um holt og bolt, og pyngju ráðherr- anna er engin hætta búin; hitt er meiri vandi, að halda í horfinu áfram og spara þó. Á hin svo nefndu sociölumál mintist ráðherra ekki. Að þvi leyti er þetta ráðuneyti eins og hin fyrri. Dað er hugtak, sem íslenskir stjórnmálamenn þekkja lítið til. Ekki veik ráðherra heldur að neinum umbætum til lands eða sjávar, gaf þeim mönnum engar vonir um vinnu eða samúð frá stjórn- inni, sem nauðugir hafa orðið að beygja sig undir ok vinnuleysisins, 2 til 3 ár- in síðustu. Ráðh. virðist ekki heldur hafa haft húsnæðisekluna í huga, eða hin illu húsakynni í kaupstöðum og sveitum; þau mál skifta stjórnina engu. Eða finna menn í ræðu forsætisráðh. nokkuð vikið að öðrum heilbrigðismál- um, svo sem byggingu Iandsspítala? Nei! Dað ríkir þögn um öll þessi mál sem þó eru hin mestu áhugamál allra þeirra stjórnmálamanna, sem vilja láta telja sig nýta stjórnmálamenn. — Vjer viljum vekja athygli íslenskra stjórnmálamanna á því, að það er að birta af nýjum degi á himni stjórnmál- anna, degi, sem boðar frið meðal þjóð- anna og jafnrjetti meðal stjetta hinna einstöku þjóða. Dað rofar fyrir þessum degi líka á íslandi og fyr eða síðar býður sól þessa dags öllum íslenskum mönnum og konum faðminn, mjúkan og ylríkan, er brosandi fellur í skaut hans, og vei þá hverjum þeim, sem ekki hefur verið með í baráttunni og tekið þátt í bæninni um að þessi dag- ur mætti renna upp.— Dað er of snemt að spá nokkru um framtakssemi þessa þriðja ráðuneytis Jóns Magnússonar, en stefnuskrá þess lofar engu öðru en sparnaði, og fyrsta sparnaðartilraunin — fækkun ráðherra og þing annaðhvort ár — var felt, eins- konar skírnargjöf til stjórnarinnar! En til þess að sýna að stjórninni sje alvara með sparnaðartilraunir sínar, hafa forsætisráðh. og fjármálaráðherra ákveðið að fara utan og er þá Magnús Guðmundsson einn heima. Sönn fyrirmynd!

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.