17. júní - 01.07.1925, Blaðsíða 3

17. júní - 01.07.1925, Blaðsíða 3
1 7. JUNI 19 Hann hefur notið aðstoðar margra ágætra manna við samning hennar, enda dregur hann enga dul á það í formála hennar og eignar sjer síst meira en hann á skilið. En mestan heiðurinn á hann þó sjálfur, ekki aðeins fyrir þá miklu vinnu, sem hann hefur sjálfur lagt í bókina, heldur engu síður fyrir það, hve glögt auga hann hefur haft fyrir því, að það væri ofætlun nokkrum einum manni að leysa slíkt verk viðunandi af hendi, og hve vel honum hefur tekist að velja samverka- menn sína og útvega nauðsynlegt fje til útgáfunnar, sem vansjeð er, að öðrum liefði tekist jafnvel, þótt hann kunni og í því efni að hafa notið góðrar aðstoðar annara. Það var og ágæt hugmynd að leggja það, sem inn kemur fyrir sölu bókarinnar í sjóð, er kosti nýjar bættar og endurskoð- aðar útgáfur af henni. Háskóli íslands hefur viðurkent, að hjer væri svo mikið bókmentalegt þrekvirki af hendi leyst, að sýna bæri höfundi bókarinnar opinberan sóma, °g því gert hann að heiðursdoktor, enda var það vel til fundið, því margur hefur doktor orðið fyrir minna. Af öðrum ritum dr. Blöndals má nefna ritaukaskrá fyrir bæði ríkis- og bæjarbókasöfn í Khöfn, útgáfu lians af Æfisögu Jóns Ólafssonar Indíafara (bæði á íslensku og dönsku) og Píslarsögu síra Jóns Magnússonar og fjölda af greinum í blaðinu „Det nye Nord“, og eru ýmsar hinar bestu þeirra (ásamt nokkrum nýjum) aftur gefnar út í sjerstakri bók: „Islandske Kultur- billeder". Dr. Blöndal hefur og nokkuð fengist við skáldskap. Afi hans var, eins og áður er sagt „Lúðvík Blöndal skiln- ingskýr, skáldið Húnvetninga“ (eins og Sigurður Breiðfjörð kvað) og frá honum hefur hann erft skáldæðina. Hefur hann bæði gefið út sjerstakt kvæðasafn: „Drotningin í Algeirsborg“ (1917) og margar þýðingar (einkum úr grísku) og frumsamin smákvæði í ýmsum tímaritum. En þó mörg af kvæðum þessum sjeu dáindis lipur, munu þó önnur störf hans frekar geyma nafn hans til komandi kynslóða, enda sjálfsagt fremur gerð til dægra- styttingar en í von um að komast upp í þjóðskáldapallinn. Dr. Blöndal er hið mesta lipurmenni, síglaður og fjörugur, og á hvervetna hinum mestu vinsældum að fagna. Fer það og að vonum, því hann er sífelt reiðubúinn til að gera hverjum manni greiða. Hann talar og vel um alla og tekur jafnan málstað manna og afsakar, ef hann heyrir öðrum hallmælt. Hinir sömu eiginleikar lýsa sjer í ritum hans. Stíll hans er þægilegur, lipur og ljettur, hvort sem hann ritar á dönsku eða íslensku. Að gáfnafari virðist hann fremur víðfaðma en djúprýninn. Hann er ákaflega fjöllesinn og tungumálagarpur mikill. En það getur sjaldan saman farið, að fást við margt og gleypa í sig allskonar vís- dóm, og að kafa djúpt í örðug við- fangsefni. Hefur hvorttveggja sinn kost og jafnan erfitt að greina, hvorn kostinn skuli fremur kjósa, ef ekki er unt að sameina báða. En hvað sem öllu öðru líður, þá er eitt víst: Dr. Blöndal er ekki týndur sauður fyrir íslensku þjóðina. Hann hefur sýnt, að menn geta unnið ættjörð sinni stórgagn, þó menn hafi sest að í útlöndum. Og hann hefur þegar náð því takmarki, sem æðst er

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.