17. júní - 01.07.1925, Blaðsíða 5

17. júní - 01.07.1925, Blaðsíða 5
17. JUNÍ 21 Sjóbjörgunarstöðvar við strendur íslands. Svar frá Fiskifjelagi Islands. ✓ Ioktóberhefti „17. j ú ní “ beinið þjer ýmsum fyrirspurnum til Fiski- fjelags íslands viðvíkjandi vörnum gegn mannskaða á sjó við strendur íslands. Það, sem mjer finst einkennilegast við þessa áskorun yðar, er það, að yður virðist ókunnugt um, að nokkuð hafi verið hugsað eða gert á íslandi í þessu vandamáli, og að þjer sjeuð þarna fyrstur manna til þess að opna augu þjóðarinnar fyrir þessu nauð- synjamáli. En frá því fyrsta að Fiski- fjelag íslands var stofnað, hefir það altaf svo að segja árlega haft mál þetta til meðferðar, þó að framkæmdirnar sjeu ekki meiri en orðnar eru. Skal jeg í þessu sambandi benda yður á nókkrar greinar í tímariti fjelagsins „ÆGIR“: í 1. árg. bls. 97, 5. » M 127, 6. „ „ 92. 7. »» „ 14, 9. ♦» n 45, 101, 10. n 179, 184, 11. »> n 43, 133, 14. >» » 76, 106, 130, 153 o. s. frav. Auk þess er hinn ágæti fyrirlestur Guðm. Björnsonar landlæknis birtur í 14. árg. bls. 130. Eftir mannskaðann mikla 7. apríl 1906, þegar „lngvar" fórst við Viðey og allir skipverjar druknuðu, gengust > nokkrir menn fyrir samskotum til björg- unarbátskaupa og til hjálpar þeim, sem mistu aðstandendur sína í því veðri. V. af því sem inn kom var ákveðið að færi til byggingar björgunarbáts. Sjóður þessi er enn til og liggur til geymslu hjá bæjarfógetanum í Reykja- vík og mun nú vera sem næst kr. 3500. — Frekari framkvæmdir urðu ekki í þessu máli, enda voru kringumstæðurn- ar þá að breytast. Skúturnar voru að leggjast niður, en þær höfðu, svo sem kunnugt er, verið mestu manndráps- bollarnir. Þá var líka farið að koma gott skrið á byggingu Reykjavíkurhafn- ar, og björgunarskip, sem stöðugt var tilbúið ef hjálpar þurfti, farið að hafa þar fast aðsetur. Þar að auki voru skoðanir manna mjög skiftar um nyt- semi björgunarbáts og fyrirkomulag starfsins. Vildu sumir að smíðaður væri björgunarbátur, sem hefði fast aðsetur í Reykjavík og vissir menn fastráðnir í landi til að bregða við, ef þörf væri. Aftur á móti voru margir, sem álitu slíkt fyrirkomulag aldrei geta komið að gagni, en vildu láta smíða fullkom- lega haffært skip, sem jafnframt væri notað til annars, voru þá sumir með hugmyndinni um spítalaskip, aftur aðrir vildu gera það að skólaskipi, og enn aðrir, einkum á síðari árum, vildu sameina það landhelgisgæslunni. En það er svo margt annað, sem getur verið til hjábar í þessu máli, t. d. býst jeg við að hin nýja stranga reglugerð um skoðun skipa komi að miklum notum. Sömuleiðis er Fiski- fjelagið að beita sjer fyrir því, að lögð verði símalína út að Reykjanesvita, en sú símalína er eingöngu til þess, að vitavörðurinn geti gert aðvart ef hann

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.