17. júní - 01.07.1925, Blaðsíða 12

17. júní - 01.07.1925, Blaðsíða 12
28 17. JUNÍ við göngum götu úr götu og skoðum bæinn. Við staðnæmumst fyrir framan dóm- kirkjuna, eg hef lesið einhversstaðar, að hún sje stærst kirkjubygging á Norðurlöndum. Lengd hennar er 118,7 m. utanmál. (dómkirkjan í Niðarósi er 101,5,) turnarnir eru 118,7 m. háir. Hún er fögur og tignarleg. Eg get þess við samferðakonu mína, að eg hafi sjeð myndir af kirkjunni eins og hún var fyrrum og að þá muni hún hafa verið fábreyttari en tígulegri en nú. Og þar með leiddúumst við inná að ræða um brunann nikla 1702, þegar mikill hluti borgarrinnar brann, en kirkjan stórskemdist, og svo það, að stil hennar var breytt til muna við síðustu viðgerðina (1885—1893), sem fremur var endurbyging en viðgerð, og kostaði 1159857 kr. Við yfirgefutn kirkjuna, eftir að hafa verið inni í henni, og eftir að hafa árangurslaust reynt að komast inn í aðra gamla kirkju rjett hjá, og nú göngum við gegnum trjá- og aldingarða, skuggasæla trjáganga, en erum alt í einu uppi á hæð nokkurri, sem okkur virðist muni vera virkisgatður forn, nú vaxinn grænu grasi og trjám í kring. Hjer er hið fegursta útsýni yfir „botaniska" trjágarðinn og bæinn með hinum fræga gamla háskóla (frá byrjun 15. aldar) og öðrum stórhýsum, nöfnin bendaýmsá sögulegar endurminningar, en frá nýrri tiinum — frá dögum Karla og Gústafa — og beint á móti okkur blasir við hið risavaxna Uppsalaslot, og mjer dettur þá í hug, að við stöndum á rústum eins af gömlu turnunum, sem eyðiiagðist við brunann og aldrei var bygður upp aftur, „Gröna- kullen', (Grænhóll) kallast hann nú. En framundan okkur er slotið, að vísu tignarlegt — en þó að eins svipur hjá sjón þegar minst er fornrar dýrðar. Fyrir framan það er mjög stór brjóst- mynd á háum stalli, en myndin er af frelsishetju Svía — þeim erlagði ekki að eins grundvöll slotsins heldur einnig hyrningarstein Svíaveldis seinni tíma, Gústaf konungi Vasa. En hið skeggjaða höfuð, er minnir á Zeus, er skreytt lárviðarsveig. Slotið hýsir margar endurminningar Uppsala-slot. fyrir Svia. — Reist sem minnisvarði eftir að Svíar unnu aftur fult frelsi sitt og höfðu rekið dönsku sambandskon- ungana af höndum sjer. Hjer sat Gústaf Vasa — yfir- bóndi allra sænskra bænda — og hjelt búreikninga ríkisins — endurreisti það sem aflaga var farið á ófriðar- og niðurlægingartímum og bygði af nýju. — Hjer í sölunum drotnaði Eiríkur konungur XIV. í allri sinni dýrð, svalli og óhófi, það ómar af dansi og , strengjaleik frá háum sölum, en úr dimmum afsíðis herbergjum og hvelf- ingum hvíslar um syndir og um grát svívirtra — dauðaópin bergmála í

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.