Útvarpstíðindi - 16.12.1940, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 16.12.1940, Blaðsíða 14
stilla þau sem hæst, þá ýla þaiu og skrækja svo, að þau eyðileggja líka móttöku hjá þeim, sem kraftmeiri tæki hafa. Er þaS oft ófagur og gremjulegur söngur — þótt í góð tæki sé — þegar Minsk er sem sterkust, og svo bætist við ýlið úr þessum litlu tækjum. Þetta, sem hér er lýst, er okkur útvarps- notendum í Husavík ijullkomið vandræða- efni. Tilkynnt var í útvarpinu, aS lampi hefði bilað í sendistöðinni. Só svo, þá virðist okk- ur taka nokkuð langan tíma að útvega ann- an. En séu hins vegar aðrar ástæður til þess, að ekki er útvarpaS með fullri orku, þá finnst okkur réttara að láta útvarpsnotend- ur vita um þær, svo að þeir bannsyngi ekki ráðamönnum útvarpsins að ástæðulaiusu fyr- ir það, hve lengi þeir sóu aS útvega þennan lampa. Eiðastöðin heyrist ekki svo vel hér, aS nokkur úrbót sé. Æskilegt væri að fá að vita, hvort nokkur von er um orkuaukningu sendi- stöSvarinnar fyrst um sinn. Sé það vonlaust, getur farið svo, að sumir hér telji sig neydda til að hætta útvarpsnotum. Á ég þar einkum viS þá, sem eiga litlu tækin, en hafa ekki gagn af þeim undir þessum kringumstæðum og treysta sér ekki til að kaupa dýrari tæki, þótt fáanleg væru.Vilja þá heldur ekki borga afnotagjöld fyrir það, sem þeir hafa lítil 6em engin not af. En mikið þráum viS það, aS Útvarp Reykjavík fái fullan þrótt.------- S. Kristjánsson. Svar: Ofanritað höfum v6r rætt við verk- fræðing útvarpsins, hr. Gunnlaug Briem. — Tjáir hann oss, að lampi sá, er um ræðir, hafi verið pantaður frá Englandi i fyrra- vetur, en sé enn ókominn. En auk þess munu vera fyrir hendi aðrar ástæður, sem valda því, að stöðin fær ekki að auka orku sína. Þær verða þó ekki greindar h6r að svo stöddu. En vonandi er, að þetta ástand þurfi ekki til lengdar að hindra mönnum útvarps- not. / bréfi utan af landi, dagsett 17. nóv. s. 1., segir méðal annars: — Ég get ekki án „tíðindanna" verið, á meSan 6g hef tækifæri til aS hlusta á útvarp. — Maður saknar veSurfregnanna, en um slíkt þýðir ekki að tala, á meðan hernaðar- brjálæðið geisar yfir löndin. — Annars geri ég m6r vonir um góðar dagskrár hjá útvarp- inu í vetur. — Útvarpssagan er góð, sam- anþjappað listaverk, bœði frá hendi höfund- ar og þJSanda, og fhitningur Hjörvars er alltaf góður. — Þ6r megiS skila því til Páls ísólfssonar, aS hann hafi slegið á hinn r6tta streng, þegar hann fór að aga ósýnilega hlust- endur og kenna þeim aS ,,taka undir" með sér. Sá eini tími, sem verið hefur af þess- um dagskrárlið, var bæSi skemmtilegur og lærdómsríkur. Margir hlökkuðu til næsta tíma Páls, en hann fórst því miður fyrir. — Já, það er margt gott, sem útvarpiS flytur okklir. Ég vona, að þróun útvarpstækninnar hér haldi áfram, svo að ekki verði þess iangt aS bíða, að við getum séð þá, sem efni flytja í útvarpiS. Óska Útvarpstíðindum gæfu og gengis. Ingim. Ingvmundar, Svanshóli. Söng hann meðf Ég hlustaði á „Takið undir" nú i kvöld og hafði mikla ánægju af. Það er hressandi söngur og Páll ísólfsson stjórnar með mikl- um skörungsskap. Einhver var að hafa orð á því um daginn, aS lögin væru sungin á of háu tónsviði og eftir kvöldið i gær, held 6g, að m6r s6 óhætt að fullyrða, að vel færi á því, að stöku sinn- um væri sungiS á dálítið lægra tónsviði, svo að við þessir með djúpu raddirnar fengj- um að ,,taka undir", án sífelldrar hræðslu við að „springa". Ég hef líka Pál ísólfsson grunaðan um að syngja ekki meS á hæstu tónunum og væri gaman, ef „Útv.tíSindi" vildu upplýsa, hvort ég hef ekki á r6ttu að standa, því að svo vel þekki ég söngrödd Páls, aS 6g veit, að hann er engin tenor-hetja. Með vinsemd. Á. B. AðspurSur segist P. í. syngja með, stiund- um og stundum ekki. KveSst oft eiga svo annríkt við hitt og annað í sambandi við söngstjórnina, aS hann hafi ekki tíma til aS syngja. Ekki vill hann viðurkenna, að hann hlífi s6r fremur á háu tónunum en öðrum, „-------en beriS br6fritaranum annars kveðju mínaí', segir Páll, „og það meS, að 6g kom- ist a. m. k. eins bitt og hannl" 142 ÚTVARPSTlÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.