Útvarpstíðindi - 07.04.1941, Side 20

Útvarpstíðindi - 07.04.1941, Side 20
Cembalo. Fyrirrennari flygilsins. Úr eign Jóh. Seb. Bachs (1685—1750). ErincU RÓBERTS ABRAHAM: Úr sögu söngtónlistarinnar IV. „Þróun hljóðfæra og notkun þeirra fram að 17. öld“. Eitt er „þróun“, annað „framför". — Það má að vísu segja, að þróun tækninnar sé framför að mestu leyti, og ennfremur, að þróun hljóðfær- anna sé einmitt tengd og háð þess- ari framför. Samt færi fjarri að á- lykta, að hljóðfæraþróunin hafi stefnt úr frumstæðri tilraun að á- kveðnu marki — smám saman og í Positiv. Heima-pípuorgel. 15. öld, Hollandi. stöðugum stíganda. Menn verða að hafa í huga, að sjálf listarstefnan, sem er tákn sérstaks tímabils, skap- ar sér sína „hljóðfærahugmynd" og ,,-hugsjón“. Ýms forn hljóðfæri, sem mönnum þóttu úrelt og lítilfjörleg um síðustu aldamót, hafa nú jafnvel risið upp aftur og töfra menn með hinum ein- kennilega tónblæ sínum, eins og t. d. cembalóið, einn fyrirrennari píanós- ins okkar. — 1 ei'indinu þann 18 apr. mun reynt að skýra frá hinum hljóm- rænu hugsjónum miðalda og fram að 17. öld. Konungur lífsins kemur hér til sala, kveður til fylgdar börnin jarðardala, undan þeim fer hann, friðarmerkið ber hann, frelsari er hann. Hertýgi ljóssins lífsins konung skrýða, lýsir af birtu orðsins sverði víða, konungs á höfði kostuleg mun skarta kórónan bjarta. Atvæpni guðs hann æskumönnum gefur, eðalstein lífsins hann á skjöldinn grefur, skeyti þá engan skaða mega vinna, skjói er hann sinna. Fermingarbarn, til fylgdar þig hann krefur, fegurstu kosti eilífs lífs hann gefur, sakleysið verndar, sorg í gleði breytir, sigui-inn veitir. Styrki þig guð, að velja veginn rétta, vizkan og náðin sveig úr rósum flétta, undan þeim fer hann, friðarmerkið ber hann, frelsari er hann. ÚTVARPSTÍÐÍNDI

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.