Útvarpstíðindi - 31.01.1944, Blaðsíða 2
Tímatal gamallar jómjrúr.
15 ára: Kvíðir fyrir inngöngu sinni i heim
hinna fullorðnu og fyrstu kynnum sínum af karl-
mönnum.
1G ára: Fær sin fyrstu kynni af ástarþránni.
17 ára: Talar um ást í fátæklegu hreysi og
óeigingjarnar hvatir.
18 ára: Imyndar sér að hún hafi unnið rístir
ungs manns, af J).ví að liann liefur slegið lienni
gullhamra.
19 ára: Er þögulli og fáskiptnari, til þess að
vekja á sér meiri eftirtekt.
20 ára: Er farin að ganga í augun á pillunum
og veit það vel sjálf.
21 árs: Fær meira traust á yndisþokka sjálfs
sín og von um glæsilega giftingu.
22 ára: Ilafnar góðum biðli, af því að hann er
ekki heimsmaður.
23 ára: Er utan í hverjum karlmanni.
24 ára: Furðar sig á, að hún skuli ekki vera
gift.
25 ára: Verður stilltari.
26 ára: Ilafnar biðli, sem ekki er efnaður.
27 ára: Geðjast betur að skynsömum mönnum.
28 ára: Vill giftast manni, sem aðeins hefur
sæmilega afkomu.
29 ára: Orvæntir.
30 ára: Orvæntingin vex og verður að geð-.
vonzku.
31 árs: Byrjar að ofhlaða sig skartgripum og
öðru skrauLi.
32 ára: Segir, að liún hafi ekki gaman af að
dansa, af því að hún geti ekki fundið neinn mann,
sem dansi nógu vel.
33 ára: Furðar sig á, að karlmenn vilji lieldur
glettast við stelpukrakka, en umgangast góðar
og viðkvæmar stúlkur.
34 ára: Gerir sér upp glaðlyndi, þegar lnin tal-
ar við karlmenn.
35 ára: Þjáist af öfundsýki.
36 ára: Slítur kunningsskap við yngstu vin-
konu sína, sem er gift.
37 ára: Finnst hún vera sett hjá í mannfagnaði.
38 ára: Talar gjarnan um vinkonur sínar, sem
lifa í óhamingjusömu hjónabandi og finnur svölun
í ógæfu þeirra.
39 ára: Geðvonzkan vex.
40 ára: Skiplir sér af öllu og gefur öllum góð
ráð.
41 árs: Ef hún er rík, lætur hún ungan fátækau
mann skilja á sér, að lnin sé ástfangin i honum.
Ef hún er fátæk, reynir hún að koma sér inn-
undir hjá einliverjum ekkjumanni.
42 ára: Þegar það stoðar ekki, úthúðar hún
öllum karlmönnum.
43 ára: Ilin naulnasjúka gleði af spilum og
slúðursögum byrjar.
44 ára: Er mjög ströng við unga menn.
45 ára: Aköf ást á heilögum guðsmanni.
46 ára: Reiðist vegna jiess, að hann yfirgefur
hana.
47 ára: Byrjar að örvænla aftur, en huggar sig
með neflóbaki.
48 ára: Kaslar allri sist sinni á hunda og ketti.
49 ára: Tekur að sér stúlku, fátækt skyldmenni,
til þess að annast liána.
50 ára: Drcgur sig alveg í hlé frá umheiminum,
og lætur alla geðvonzkuna bitna á veslings stúlk-
unni.
Rilað af séra Eggert Sigfússyni frá
Vogsósum.
Við böfum ávallt mikiÍ úrval af
allskonar skófatnaði.
LÁRUS G. LUÐVÍGSSON
SKÓVKRZLUN
178
ÚTVAJRPSTÍÐINDI