Útvarpstíðindi - 31.01.1944, Blaðsíða 19
(' ~" ....' ...... .....................S'
Með eða án hitaveitu —
BREIÐFJÖRÐS bylgjuofnar
hafa alltaf reynst vel.
Vegna ummæla, sem birzt háfa í tveimur dagblöðun um að Breiðfjörðsofnar séu einu
ofnarnir, sem ekki þoli hitaveituþrýstinginn, birtum vér eftirfarandi vottorð:
Undirritaður hefur notað Breiðfjörðs bylgjuofna undanfarin ár, og nú einnig síðan hita-
veitan var lögð inn til mín, og votta ég hér með að þeir reynast vel.
Reykjavík, 2. janúar 1944.
SVEINN GUÐMÖNDSSON, jámsmi&ur, Bárugötu 14.
Ég undirritaður votta hér með að ég nota til upphitunar með hitaveituvatninu Breiðfjörðs
bylgjuofna í húsum mínum við Laufásveg 21 % og reynast þeir í alla staði mæta vel.
Reykjavík 12. janúar 1944.
ODDUR JÓNASSON.
Ég undirritaður keypti árið 1942 bylgjuofna hjá Breiðfjörð í húsið Laugaveg 41 A, og hafa
þeir reynst mér prýðilega. Hita bæði fljótt og vel.
En er farið var að leggja heita vatnið í hús hér í bænum, heyrði ég að sprungið hefðu
bylgjuofnar ásamt helluofnum og kötlum. Hugði ég því að hér væri um vantemprun á heita
vatninu að ræða og leitaði ég því fyrir mér hvort eigi væri hægt að fyrirbyggja það og komst að
þeirri niðurstöðu, að eigi væri annað en hafa frárennslið óhindrað frá ofnunum. Tók ég því 2
krana af, sem hitaveitan hafði sett á frárennslið og lagði því næst % tommu rör upp eftir skor-
steininum upp í 2 metra hæð hærra en hæsti ofn hússins var til að fyrirbyggja að ofnarnir gætu
tæmt sig, leiddi það aftur niður í frárennsli hússins og er þetta sama rörvídd, er liggur frá því
og að því.
Hef ég síðan hleypt á 20 lítra rennsli á mínútu og er það helmingi meir en þörf er á til
þess að hita allt húsið.
Þeösi reynsla mín hefur reynst mér prýðilega og vonast ég til að öðrum reynist eins
ef reyna.
Reykjavík, 9. janúar 1944.
Virðingarfyjlst.
BENEDIKT BENEDIKTSSON
Af ofanskráðum vottorðum er ljóst:
a ð fleiri tegundir ofna en þeir, er við framleiðum, hafa bilað af ofmiklum þrýstingi hita-
veitunnar.
a ð ofnar okkar reynast vel þar sem sú aðferð er viðhöfð, sem lýst er í vottorði nr. 3.
Með ofanskráðum vottorðum og mörgum ö^rum, er fyrir liggja hjá okkur, ætti ummælum
hinna tveggja dagblaða um ofna þá, er við framleiðum, að vera að fullu hnekkt.
Stálofnagerðin
Guðm. J. Breiðfjörð h. f.
. — ■
ÚTV ARPSTÍÐINDI
195