Útvarpstíðindi - 31.01.1944, Blaðsíða 7
EGGERT BENÓNÝSSON:
Hvernig starfar útvarpið?
LEIÐRÉTTIN G.
Síðasta málsgreinin í síðasta hefti
Útvarpstíðinda hefur brenglast. Rétt
er greinin þannig:
Hér hefur eingöngu verið minst á
tíðni, en ekki öldulengd útvarpsstöðv-
anna, enda þótt hið síðara sé algengara
í daglegu tali. En þetta skiftir ekki
miklu máli. Með öldulengdinni er átt
en með tíðninni, hversu margar öldurn-
ar eru á hverri sekúndu, og þar sem
útvarpsöldurnar berast með 300 miljón
metra hraða á sekúndu, rná alltaf finna
tíðninni í 300 miljón, og á sama hátt
má finna tíðnina með því að deila öldu-
lengdinni í 300 miljón. Tökum til dæm-
isis útvarpsstöð, er útvarpar með 1500
metra öldulengd, 300 000 000:1500 er
200 000, tíðni slíkrar útvarpsstöðvar
er því 200 000 rið á sekúndu, eða, eins
og venjulegra er að segja, 200 kílórið.
FAREINDAICENNINGIN
Áður eu útvarpsviðtækið og starf-
serni þess, er tekin til meðferðar, þarf
að kynna lesendum nokkur undirstöðu-
atriði, sem nauðsynlegt er að þekkja,
til þess að geta skilið eðli viðtækisins.
Eitt af þessum undirstöðuatriðum er
fareindirnar og eðli þeirra.
Samkvæmt kenningum efnafræðinn-
ar eru öll efni, hvort sem þau eru föst,
fljótandi eða loftkend, sett saman af
sameindum (Molecules). Sameindirnar
eru aftirr myndaðar af frumeindum
(Atoms). Þegar um frumefni er að
ræða, er hver sameind aðeins ein frum-
eind, en í samsettum efnum eru í sam-
eindunum frumeindir frá þeim frum-
efnum er efnasambandið mynda. I slík-
um sameindum eru frumeindirnar mjög
mismunandi margar, og fer það eftir
því, um hvaða efnasamband er að
ræða.
Samkvæmtj fareindakenningunni er
hver frumeind sjálfstæð rafmagnsheild,
þar sem jafnmikið er af jákvæðu (pósi-
tívu) og neikvæðu (negatívu) rafmagni.
Jákvæða rafmagnið er kyrsett og fast-
bundið frumeindinni, en surnt af nei-
kvæða rafmagninu, myndar sjálfstæðar
einingar, sem nefndar eru fareindir
(Electrons). Fareindir þessar eru á sí-
feldri hreyfingu innan frumeindarinn-
ar. Reikna þær eftir ákveðnum braut-
um umhverfis kjarna hennar, slíkt og
reikistjörnurnar umhverfis sólina.
Jákvætt rafmagn dregur að sér nei-
kvætt rafmagn,.og þar sem kjarni frum-
eindarinnar er hlaðinn jákvæðu raf-
magni, heldur hann fareindunum á
brautum sínum.
Eins og áður er sagt, þá er nákvæm-
lega jafnmikið af jákvæðu og neikvæðu
rafmagni í hverri frumeind, sem er í
eðlilegu ástandi, en veri hún fyrir áhrif-
um frá jákvæðri rafhleðslu, til dæmis
frá rafal eða rafhlöðu, þá getur þessi já-
kvæða rafhleðsla dregið til sín fareindir
frá frumeindinni. Við það raskast jafn-
vægið í henni, þar sem jákvæða hleðslan
verður stærri en hin neikvæða. Úr þessu
reynir frumeindin að bæta, mcð því að
draga til sín fareindir frá nálægum frum-
eindum, og þær aftur frá nágrönnum
sínum, og þannig koll af kolli. Á þennan
hátt berst rafstraumur eftir leiðurum.
Það liggur í augurn uppi, að þess
lausari sem fareindirnar eru í frumeind-
unum, þess minni orku þarf til þess að
flytja rafstrauminn eftir efninu. Eir og
ÚTVARPSTÍÐINDI
183