Útvarpstíðindi - 31.01.1944, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 31.01.1944, Blaðsíða 9
Ð © Eftir AUGUST BLANCIIE. Vetrarkvöld eitt sat fátæk bóndakona > litlu húsi úti í miðjum skóginum; barn hennar, fjögra vikna gamalt, lá við brjóst hennar. Maður hennar lá í rúm- inu og svaf, þreyttur af erfiðisvinnu, sem hann hafði orðið að vinna lands- drottni sínum. Nokkrar spýtur brunnu í ofninum, og lagði birtuna af loganum á barnið og móður þess. Milli þeirra og ofnsins stóð stór, grár köttur, sem horfði ýmist á logann í ofninum eða á móður- ina með barnið, eins og hann væri að hugsa um, hvorn staðinn hann ætti að vclja yfir nóttina, ofninn eða þar sem móðirin sat. Dyrnar voru opnaðar og inn kom drengur hér um bil átta ára gamall. „En hvað þú kemur seint, Axel!“ sagði konan við drenginn. Hann svaraði engu, en blés í kaun og stappaði fótunum í gólfið, því að hann var yfirkominn af kulda. „Hvernig líður föður þínum og móð- ur?“ spurði konan. „Þeim líður illa . . . mjög illa“, svar- aði drengurinn. „Og systur þinni?“ „Hún gerir ekkert annað en hljóða“. „Þú hefðir átt að flýta þér meira hing- að . . . ég hef dálítið handa henni, til þess að fá hana til að hætta að hljóða“, sagði konan, stóð upp, lagði barnið í vögguna og gekk að ofninum. En þegar hún kom þangað, hnikkti henni við, hún andvarpaði og leit með gremju á köttinn, sem þegar laumaðist burtu og faldi sig undir rúminu, cins og hann skildi, hvað augnaráð konunnar hefði að þýða. Hún hafði nefnilega sett dálitla leirskál með hálfum potti af mjólk við ofninn, til þess að mjólkin skyldi ekki kólna, því að hún ætlaði hana handa ungbarni nágranna sinna, sem láu sjúkir. En kötturinn hafði lap- ið alla mjólkina, því að hann hefur hald- ið, að þessi réttur væri sér ætlaður. Konan stóð stundarkorn hnuggin og úrræðalaus, því að það var ekki einn einasti dropi af mjólk eftir á hinu fá- tæka heimili. En hún var ekki lengi að hugsa sig um, hvað hún ætti að gera. Hún hlúði að barni sínu, leit á hinn sof- andi mann sinn, tók síðan Axel litla með sér, gekk út og læsti dyrunum vandlega. Þau héldu svo inn í skóginn. Greinar trjánna andvörpuðu undir hinum þunga, hvíta vetrarhjúpi sínum; það marraði í snjónum undir fótum þcirra og ýlfrið í úlfunum heyrðist langt í burtu. Þau gengu hratt, því að það var lang- ur vegur, sem þau þurftu að fara — og eftir eina klukkustund komu þau að húsi nágranna sinna. Þar inni logaði einnig cldur í ofninum, því að þeir, sem búa inni í skóginum, hafa allajafna nóg eldsneyti. Þar var einnig rúm, en með sjúkum manni og Framh. á bls. 193. ÚTVARPSTÍÐINDI 185

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.