Útvarpstíðindi - 31.01.1944, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 31.01.1944, Blaðsíða 13
Og sólin alla tíð jafnbjört og blíð öllum harmi hingað banni. Kór: Lát fiðluna klingja fljótt og ótt, við förum og dönsum í alla nótt, glöð úti’ á túni grænu. Þey, hún er svo ung og hýr og rjóð, og hann drengur með eldheitt blóð. Ilann mynnist við meyna vænu. Kór: Hæ, vitið hér úti skal veizla stá unz fuglar bregða blundi Hve ljúft er að blíðkast við blómin smá í birkilundi. Hér úti, hér úti er allt svo kátt, á okkar gleðifundi, því fiðlan syngur og burtu er allt bágt í birkilundi. Guðmundur syngur: Ég reið um háar heiðar og sigldi um sæinn blá. En það var þegar heim ég kom, að meyna mína ég sá. Og þá var álfakona, hún mælti reið við mig: Ég legg það á, að mærin mæt skal aldrei eiga þig. En heyr mig álfkona, mátt liafa gát á þér: Þau hjörtu skilur enginn að, sem ástin helgar sér. Kór: Guð blessi ykkur öll, sem eigið hérna heima. Við liöldum yfir fjöll þars furðuhljómar sveima. ið styttum dægrin löng með dans og sö tiTVARPSTÍÐINDI Við styttum dægrin löng með dans og söng, og lítum bráðum heim, þó leið sé þröng! Hæ, fetum fjallagöng með gleðisöng! Kór: Himinljósið sviptir sorgarslæðum, signir ævibraut hins góða manns; sendir geisla að hjartarótum Iians. Dýrð sé góðum guði í hæstum hæðum. ■-----------------------------------E Boolcer T. Washington. Þýðendur: Björn H. Jónsson og Kristján Jóns- son frá Garðsstöðum. — Isrún 1943. Bók þessi lætur ekki rnikið yfir sér. Hún er heldur lítil í ytra sniði. En inni- hald hennar er frásögn um einn af af- reksmönnum sögunnar, Booker T. Wash- ington, svertingjann, sem hóf sig upp úr mestu niðurlægingu og fátækt og gerð- ist mikilhæfur og menningarlegur braut- ryðjandi fyrir kynflokk sinn. Booker fæddist á tímum þrælastyrjaldarinnar í Bandaríkjunum. Var æska hans næsta óblíð. En yfir allar þrautir og erfiðleika hóf hann sig og náði heimsfrægð og við- urkenningu fyrir framúrskarandi fórn- fúst og merkilegt lífsstarf. Saga hans er lokkandi til lesturs, og í henni fæst út- sýn yfir hin hörmulcgu kjör þessara blökkumanna, hinn svarta blett á svo- kallaðri menningu hvíta kynstofnsins. Vel má benda mönnum á að spyrja eftir bókinni um Booker T. Washing- ton og lesa hana með íhugun. Bera síð- an sálarfar og líf eins svertingja saman við einn skýjakljúf í Nevv York. G. 189

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.