Útvarpstíðindi - 31.01.1944, Blaðsíða 8
fleiri málmar hafa mjög laust bundnar
fareindir, og eru því mikið notaðir sem
rafstraumsleiðarar.
Sumar frumeindir halda svo fast í
fareindir sínar, að mjög háa spennu þarf,
til þess að ná frá þeim fareindunum.
Efni sem hafa slíkar frumeindir leiða
illa rafstraum og eru því notaðar til
einangrunar. Góð einangrunarefni eru t.
d. gler, postulín, loft, gummí og fl.
Eins og flestum er kunnugt, er hraði
rafmagnsins 300 miljón metrar á
sekúndu, en engin fareind fer samt sem
áður alla þessa leið á einni sekúndu.
Það eru aðeins áhrif hinnar jákvæðu
rafhleðslu, er berast með þessum hraða.
Þess vegna er það skiljanlegt, að hrað-
inn er alltaf hinn sami, hvort sem um
góðan eða slæman leiðara er að ræða.
Leiðarinn hefur aðeins áhrif á straum-
magnið.
í fljótu bragði virðist ólíklegt, að
fareindirnar geti farið hindrunarlítið
eftir þéttum efnum, eins og t. d. eir og
öðrum málmum. En slík efni eru ekki
eins þétt og þau sýnast með augum okk-
ar mannanna, þegar litið er á þau frá
sjónarmiði fareindanna. Ef t. d. tvegg-
eyringur væri stækkaður svo að þver-
mál hans yrði eins og þvermál jarð-
brautarinnar, þá mundi fjarlægðin milli
frumeindanna verða margir kílómetrar,
en stærð fareindanna, aðeins nokkrir
centímetrar, svo þær virðast hafa nægi-
legt „Iífsrúm“. Frh.
ÚTVARPSTÍÐINDI
kom« 6t Ulhniiutultfi alh áriS, 16 tf
20 tS&tu ( aena. i6mar 400 afður jrfir árifl.
Árganaurmn koatar kr. 15.00 og graitRat
fyrirfram. AfgraiBalo HverfiagBtu 4. Slmi
5046. Útfefudi h.f. Hloatandinn. PrantaS
( Vfkingaprant k.f. Ritatjérar og ibyrgSar-
nni: r»wnn«f M. Magndaa og Jáa ix Vðr. I
Draumurinn „útvarpið inn á
hvert heimili“ hejur rœzt í einni
sveit á íslandi.
Ileiðruðu ritstjórar.
Ég get ekki stillt mig um að segja
ykkur svolítil útvarpstíðindi í staðinn
fyrir öll Útvarpstíðindin, sem þið send-
ið mér.
Svo er mál með vexti, að í hreppnum
mínum — Rípurhreppi í Skagafirði —
eru nú 17 útvarpsviðtæki, en eiginlega
ckki nema 15 jarðir byggðar (einni er
skipt í tvennt, en tvíbýli á annarri).
Það er með öðrum orðum, að allir íbúar
hreppsins eiga þess nú kost að hlusta á
útvarpið á hcimili sínu. Síðasta „tæk-
ið“ kom hingað 22.' des. 1943.
Hér eru líka 8 vindrafstöðvar, við
þær eru notuð 4 bílaútvarpstæki. Það
er mjög ódýr rekstur samanborið við
rafhlöðutækin, verst er, ef þau eru mjög
endingarlítil. Gaman væri að frétta, hve
margir hreppar á landinu eru svo vel
á vegi staddir að 100% íbúanna geti
hlustað á útvarpið heima hjá sér, og
þar með náð takmarki útvarpsins: „Út-
varpið inn á hvert heimili“.
Þórarinn Jónasson.
FORNBÓKAVERZLUN
HALLDÓRS GUÐMUNDSSONAR,
Klapparstíg 17 (noSan Ilvorjisrjötu),
hefur jafnan á boðstólum mikið úrval
eldri bóka og rita.
EIGA ALLIR AÐ
NOTA DAGLEGA
184
ÚTVARPSTÍÐINDI