Útvarpstíðindi - 31.01.1944, Blaðsíða 16

Útvarpstíðindi - 31.01.1944, Blaðsíða 16
FRA DEGITIL DAGS I Norvegi 7. jiítií 1905. Ari Arnalds fyrrverandi sýslumaður flytur erindi í útvarpið er hann nefnir: í Norvegi 7. júní 1905. En svo sem kunn- ugt er, var það skilnaðardagur Norð- manna, þegar þeir endurheimtu fullt frelsi og stofnuðu konungsríki sitt hið nýja. Ari Arnalds dvaldi þá í Noregi, var blaðamaður við Verdens Gang, og var áheyrandi í Stórþinginu skilnaðar- daginn. Erindi Arnalds mun fjalla urn aðdragandann að 7. júni, svo og það, er skcði næstu mánuði í Noregi. Mun margt vera hægt að læra af Norðmönnum 1905 fyrir okkur íslcndinga. Ungfrú Anna Þórhallsdóttir hefur nokkrum sinnum sungið í útvarp, og mun syngja næst 7. febr. ( í tilefni af því birtum við nú mynd af henni. Útvarpstíðindi báðu hana urn upplýsingar um ætt hennar, söngnám og söngferil. Henni fórust svo orð: Ég stundaði söngnám í Kaupmanna- höfn hjá ágætri norskri söngkennslukonu um eins árs skeið. Auk þess einn vetur hjá Sigurði Birkis söngkennara. Síðast- liðinn vetur æfði ég söng að staðaldri með Gunnari Sigurgeirssyni píanókenn- ara. í kórum hcf ég starfað síðan ég flutti til Rvíkur 1928. Það mun hafa verið um 10 ár, sem ég var ein af sóprönunum í söngkór Sigfúsar Einarssonar, og var ég með í förinni, er hann fór með hinn blandaða kór sinn á söngmótið í Kaup- mannahöfn árið 1929. Ég söng með í Al- þingishátíðarkantötu Páls ísólfssonar á Þingvöllum 1930. Auk þess var ég um skeið í hinum blandaða kór dr. Urbant- schitsch, og nú að síðustu söng ég með í Fríkirkjunni, er Páll ísólfsson i'Iutti verk sitt á 50 ára afmæli sínu. Anna Þóhallsdóttir er dóttir Þórhalls Daníelssonar fyrrv. kaupm. á Horna- firði og konu hans Ingibjargar Friðgeirs- dóttur. Ilún vinnur gjaldkerastörf hjá Landsíma íslands. Happdræffí Háskóla Islands Dregið verður í 1. flokki 10 febrúar. Vinningar eru 354 123000 krónur alls. 192 OTVARPSTIÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.