Útvarpstíðindi - 31.01.1944, Blaðsíða 11
kímnu ádeilum á líf nútímamannsins.
Bezt nýtur hann sín í ádeilum á þjóð-
félagið, eins og glögglega mátti sjá á
leikritinu „Fyrirvinnan“. Fara þar sam-
an alvarleg ádeila og umræður um við-
kvæm vandamál, ásamt léttri og smit-
andi kímni. Eftirtektarverð er einnig
hin örugga bygging leikrita lians, því
að hann leggur alúð mikla við hvert
smáatriði, án þess að missa sjónar á
heildarsvip leiksins, og verður mynd sú,
er hann gefur af persónum og viðburð-
um, mjög lifandi og sannfærandi.
Hann hefur losað sig við liið alvar-
lega form, sem var á leikritum aldamóta-
tímabilsins, án þess að liafa farið út í
neinar öfgar. Má segja, að leikrit hans
hæfi vel brezkum leikhúsgestum, því að
hann ræðir alvarleg vandamál, án þess
að láta alvöruna bera listarform leiks-
ins ofurliði.
Somerset Maugham er einn þeirra
manna, sem átti mjög örðugt uppdrátt-
ar sem rithöfundur, langt fram eftir ævi.
En hann varð líka allt í cinu heimsfræg-
ur. Og það var af hreinni tilviljun, að
hann var uppgötvaður.
Myndirnar eru úr veizlunni á Sólliaugum 1. Soff-
ía Guðlaugsdóttir. 2. Ævar Kvaran, Valdemar
Ilelgason og Hjörleifur Hjörleifsson. 3. Gestur
Pálsson og Helga Valtýsdóttir.
ÚTVARPSTÍÐINDI
187