Útvarpstíðindi - 31.01.1944, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 31.01.1944, Blaðsíða 11
kímnu ádeilum á líf nútímamannsins. Bezt nýtur hann sín í ádeilum á þjóð- félagið, eins og glögglega mátti sjá á leikritinu „Fyrirvinnan“. Fara þar sam- an alvarleg ádeila og umræður um við- kvæm vandamál, ásamt léttri og smit- andi kímni. Eftirtektarverð er einnig hin örugga bygging leikrita lians, því að hann leggur alúð mikla við hvert smáatriði, án þess að missa sjónar á heildarsvip leiksins, og verður mynd sú, er hann gefur af persónum og viðburð- um, mjög lifandi og sannfærandi. Hann hefur losað sig við liið alvar- lega form, sem var á leikritum aldamóta- tímabilsins, án þess að liafa farið út í neinar öfgar. Má segja, að leikrit hans hæfi vel brezkum leikhúsgestum, því að hann ræðir alvarleg vandamál, án þess að láta alvöruna bera listarform leiks- ins ofurliði. Somerset Maugham er einn þeirra manna, sem átti mjög örðugt uppdrátt- ar sem rithöfundur, langt fram eftir ævi. En hann varð líka allt í cinu heimsfræg- ur. Og það var af hreinni tilviljun, að hann var uppgötvaður. Myndirnar eru úr veizlunni á Sólliaugum 1. Soff- ía Guðlaugsdóttir. 2. Ævar Kvaran, Valdemar Ilelgason og Hjörleifur Hjörleifsson. 3. Gestur Pálsson og Helga Valtýsdóttir. ÚTVARPSTÍÐINDI 187

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.