Útvarpstíðindi - 31.01.1944, Blaðsíða 17

Útvarpstíðindi - 31.01.1944, Blaðsíða 17
SÉiiA Silji UiiuJuitiN a. (jiSLASON Norður yfir kjöl fyrir 50 árum. Séra Sigurbjörn A. Gíslason flytur frá- sögu af ferðalagi fjögra skólapilta norð- ur Kjöl 1896. Þessir piltar voru Einar Gunnarsson, síðar ritstjóri, Jón Proppé, síðar kaupmaður, Sigurjón Jónsson, síð- ar bankastjóri og Sigurbjörn A. Gísla- son, síðar pi’estur. Voru þeir þá allir í 5. bekk Latínuskólans og var þetta heirn- för unx vox’ið. Gerðist rnargt sögulegt í fei-ð piltanna, m. a. Iágu þeir tvær næt- ur á fjöllum, og mun fyrii’lesarinn segja frá ævintýrum þeirra. GJOFIN. — Framli. af bls. 185. sjúkri konu í; kvenhönd, skinin og mög- ur, stóð lit undan lambskinnsábreiðunni og ruggaði vöggu, sem stóð við rúmið; en barnið, sem lá í vöggunni, hljóðaði og grét aumkunarlega. Konan, sem inn kom, heilsaði sjúklingnum og gekk að vöggunni; hún tók barnið upp, lagði það á bi’jóst sér, en það hætti þegar að gráta. Eftir að hún hafði setið þannig stundarkorn, lagði hún það aftur í vögg- una og laut niður að því. Bai’nið svaf og brosti í svefni. „Legðu þig nú út af að sofa, veslings Anna Stína“, sagði hún við hina sjúku konu í rúminu, „ef guð lofar, skal ég koma hingað snemma á morgun“. Síðan gekk hún á braut. Trén and- vörpuðu enn þyngra, snjórinn marraði enn hærra, og ýlfur úlfanna heyrðist nær en áður. En hin fátæka kona gekk ró- lega leið sína og horfði á stjörnur him- insins, sem henni sýndust skína enn skærara en áður. Loks náði hún heim til húss síns; þar inni var allt kyrrt og rólegt, eins og þegar hún fór að heiman. Margir hafa gefið mikið, en hver hef- ur gefið meira en þessi fátæka bónda- kona? Akureyringar. Nýtízku bókabúð hefur allar fáanlegar bækur. Verzlið við Bókav. Eddu. Rafgeymavinnustofa vor f Garðastrœti 2, þriðju hœð. annast hleðslu og viðgerðir í viðtækjarafgeymum. Viðtækjaverzlun Ríkisins ÚTVARPSTÍÐINDI 193

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.