Útvarpstíðindi - 31.01.1944, Blaðsíða 4
persónueinkenni, sem liæfðu skáldflugi
hans og tilfinningum. Segir Ibsen, að sér
hafi þar opnast heimur auðugs og lifandi
efnis. Frumdrögin að Víkingunum á Há-
logalandi mun hann hafa samið fyrir
kynni af sögunum. Jafnframt þessu
kynntist Ibsen þjóðvísunum, og þangað
sótti hann aðalefniviðinn í Veizluna á
Sólhaugum. Gerist leikurinn á 14. öld,
en rómantík þjóðvísnanna er færð að
nokkru í nútímabúning. Leikurinn er
fyrst og fremst söngleikur, en felur í sér
sálræn úrlausnarefni, sem Ibsen tók til
meðferðar síðar í stærri verkum.
Henrik Ibsen er kunnur íslendingum
af mörgum leikritum, sem birzt hafa í
þýðingum. Brúðuheimilið, Afturgöng-
urnar, Hedda Gabler og Veizlan á Sól-
haugum hafa verið sýnd á íslenzku leik-
sviði. Konungsefnin hafa verið leikin í
útvarpið, einnig þættir úr Pétri Gaut.
Eitt frægasta kvæði Ibsens í íslenzkri
þýðingu er Þorgeir í Vík, sem Matthías
Jochumson þýddi. Veizlan á Sólhaugum
hefur náð miklum vinsældum og verið
leikin um öll Norðurlönd og víðar.
Norræna félagið beitti sér fyrir fjár-
söfnun til hjálpar Norðmönnum, svo
sem kunnugt er. Fyrir forgöngu félags-
ins, aðallega undir forystu Guðlaugs
llósinkranz, var hafizt handa um að
leika Veizluna á Sólhaugum í Reykja-
vík. Var fyrsta sýningin lialdin á þjóð-
hátíðardegi Norðmanna 17. maí 1943 og
rann allur ágóðinn, um 6 þúsund krónur,
til Noregssöfnunarinnar. Fékk félagið
hina þekktu norsku leikkonu, Gerd
Grieg, til þess að annast leikstjórn, en
norskur maður Ferdenand Finne
gerði teikningar af búningum og leik-
sviði. Var leikurinn sýndur alls 1(5 sinn-
um í Reykjavík og alltaf við húsfylli.
Frh. á síðu 186.
RÍKISÚTVARPIÐ
Takmark Ríkisútvarpsins og ætlunarverk er að ná
til allra þegna landsin* með hverskonar fraeft«lu
og •kemmtun, »em því er unnt aft veita.
AÐALSKRIFSTOFA ÚTVARPSINS
annaat um afgreiftslu, fjárhald, útborganir, samn-
ingagerftir o. ». frv. Útvarpsstjóri er venjulega til
vifttaU kl. 2—4 síftdegis. Sími skrifstofunnar «r
4993. Sími útvarpsstjóra 4990.
INNHEIMTU AFNOTAGJALDA
annast sérstök skrifstofa. Sími 4998.
ÚTVARPSRÁÐIÐ
(Dagskrárstjórnin) hefur yfirstjórn hinnar menn-
ingarlegu starfsemi og velur útvarpsefni. Skrif-
stofan er opin til viðtals og afgreiðslu frá kl. 2—4
síðd. Sfmi 499(.
FRÉTTASTOFAN
annaat um fréttoaöfnun innanland* og frá útlönd-
um. Fréttaritarar eru f hverju héraði og kaupstað
landsins. Sími fréttastofu 4994. Simi fréttastjóra:
4845.
AUGLÝSINGAR
Útvarpið flytur auglýsingar og tilkynningar ti1
landsmanna með skjótum áhrifamiklum hsetti.
Þeir, sem reynt hafa, telja útvarpsauglýsinga'/
áhrifamestar allra auglýsinga. — Auglýsingasfmi
1095.
VERKFRÆÐINGUR ÚTVARPSINS
hefur daglega umsjón með útvarpsstöðinni,
magnarasa! og viðgerðastofu. Sími verkfraeðing*
4992.
IÐGERÐARST OFAN
annast um hverskon' - viðgerðir og breytir.gar
viðtækja, veitir leiðbeiningar og frseðslu ur.l not
og viðgerðir viðtækja. Sími viðgerðarstofunnar
4995.
TAKMARKIÐ ER:
Útvarpið inn á hvert heimili! Allir landsmenn
burfa að eiga kost á þvf, að hlusta á æðaslög
þjóðlífsins; hjnrtaslög heimsins.
R(k.i*útvarpiH
180
ÚTVARPSTÍÐINDI