Útvarpstíðindi - 20.11.1944, Síða 6

Útvarpstíðindi - 20.11.1944, Síða 6
SMÁ8AFA eftir JEAN RAMEAU Bónoröi Sögulok. Jouanin fór að segja henni frá lífi sínu. Ilonum hafði liðið vel í Orthez, hann átti góða verzlun, var giftur og átti mörg börn. En svo hafði gripið liann áköf löngun til þess að sjá sveitina, þar sem hann hafði eytt æsku sinni. En af því að hann var reglumaður og spar- samur, vildi hann vinna fyrir sér um leið, með því að selja nálar og þráð og fleira smávegis, og sýna myndina af hinni heilögu guðs móður, eins og allir umferðasalarnir frá Navarra gerðu. „Já, ég hélt altaf, að þú mundir verða lánsmaður, Jouanin“, stundi Roeline. „En segðu mér þá“, sagði Jouanin, „hvers vegna þú vildir ekki verða konan mín fyrir rúmum tuttugu árum?“ „Það gerði lambið", sagði hún í hálf- um hljóðum. „Lambið —?“ „Já, — ég var hjátrúarfull. Ég hélt, að einhver óhamingja vofði yfir þér. í hvert skipti, sem þú komst til okkar, hætti Iambið að jórtra“. „Hætti það? Og hvers vegna?“ „Roeline ypti öxlum, eins og hún vildi með því segja, að hún vissi það ekki. Þau urðu bæði hugsi, stóðu þegjandi um stund, og þorðu ekki að horfast í augu. Aristide Larisse kom inn í stofuna. „Gott kvöld og guðs friður!“ sagði hann á bóndavísu. Bændur þar í fjöllun- um segja alltaf jafnmargar mismunandi kveðjur, eins og þeir eru niargir, sem fyrir eru. Og þegar hann hafði þekkt gamla verzlunarmanninn, sagði hann undrandi: „Nei, er það rétt sem ég sé? Ert það þú, Jouanin? Til hvers ert þú kominn hingað í sveitina?” „Ég er kominn til þess að rifja upp fyrir mér gamla daga. Það er gott fyrir menn á okkar aldri, Aristide“. p „Já, í gamla daga“, sagði Aristide. „Ég man það enn, að þá var talað um að þið Roeline ætluðuð að giftast“. „Já“, sagði Roeline í hálfum hljóðum. ,,0g veiztu, hver ástæðan var til þess, að við fengum ekki að eigast?“ spurði Jouanin. „Það var lamb“. „Jæja. — Er það mögulegt!“ sagði 142 ÚTVABPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.