Útvarpstíðindi - 20.11.1944, Qupperneq 12
Guðlaugur og Alexander hafa sagt okk-
ur og auglýst fyrir alþjóð, að hér skuli
fara fram fánahylling, — að fjallkonan
unga ávarpi' fánann, og að sendiherrar
erlendra rí'kja flytji kveðjur frá þjóðum
sínum.
Við bíðum fjallkonunnar. Frétzt, að
það sé kornung stúlka, dótturdóttir
Hannesar Hafsteins, og að hún bíði í
Valhöll, klædd forkunnar fögrum skaut-
búningi, baldýruðum, beri á höfði hið
drifhvíta skaut og gullspöng um enni.
En hún kemur eigi í augsýn. Aði-ir segja,
að hún sitji hér skammt frá í bifreið og
dragi sig í hlé veðurs vegna. Hvað dvel-
ur hana? Lýðveldisfáninn er dreginn að
hún, en hún kemur ekki okkar lang-
þráða fjallkona, fulltrúi konunnar, sem
hér átti að setja ógleymanlegan svip á
þessa hátíð, sem þjóðin vill eiga dýrasta
í minningum sínum. Og vísa Einars
Benediktssonar flýtur upp á yfirborð
hugans.
Allra þjóða efst á blað
oss þá menning setti,
þegar stóð vort alþing að
Islands kvenna rétti.
Nei, •— hún kemur ekki. Vonbrigði. í
þess stað stíga þeir fram hver af öðrum,
sendiherrarnir, og mæla hlýleg orð til
lands og þjóðar. Fyrstur kemur þar fram
sendiherra Dreyfus. Hann flytur kveðju
frá Roosevelt forseta, en fáni Banda-
ríkjanna er dreginn að hún á stöng neð-
anvert við Þingvöll, og þjóðsöngur
Bandaríkjanna leikinn að ræðunni lok-
inni. Forseti íslands þakkaði ræðuna og
mælti á enska tungu, en mannfjöldinn
fagnaði. Þá gekk næst fram Shepherd,
sendiherra Breta, og gat þess, meðal
anpars, að Bretakonungur sýndi sér-
-stakan áhuga á málefnum íslands. En
%
forseti þakkaði. Og þjóðsöngur Breta
var leikinn. Þá kom fraixt Norðmaður-
inn Esmarck og mælti á íslenzku árn-
aðaróskir og vinarkveðjur til íslendinga.
Var þessum gamla frænda tekið með
geísilegum fagnaðarhrópum og hylltur
innilegast af öllum, er þar komu fram.
En „Ja, vi elsker dette Landet“,var leik-
ið á eftir og fáni þjóðar hans dreginn
að hún, eins og við ræðu hvers hinna.
Svíinn Otto Johansson mælti einnig á
íslenzku og lýsti yfir viðurkenningu
sænsku stjórnarinnar á íslenzka lýðveld-
inu. Forseti þakkaði báðum þessum
ræðumönnum á islenzku. Þá flutti
franski sendiherrann sína skörulegu
kveðju, en forseti svaraði honum á
frönsku.
Var þá lokið hinni virðulegu athöfn
að Lögbergi. Mannfjöldinn dreifðist og
hélt niður á vellina. Var það mál manna,
að leitun myndi á þjóð, annarri en ís-
lendingum, sem héldi slíka hátíð i stór-
regni og gjóstri, án þess mögl eða víl
heyrðist frá nokkrum rnanni. Með þá
Iiugsun gekk margur frá Lögbergi sann-
ari íslendingur en hann hafði áður verið.
Niðurlag næst.
G. M. M.
148
ÚTVABPSTÍÐINDI