Útvarpstíðindi - 20.11.1944, Qupperneq 14
PÓSTKRÖFUR
liafu nú verið sendar til flestra, sem eiga ó-
greiddan yfirstandandi árgang. Treystum við á
alla kaupendur að reyna að sjá til þess að greiðsla
verði komin til okkar fyrir jól.
Um 3000 kaupendum blaðsins er sent það beint
frá afgreiðslunni. Allir þessir menn eiga hjá okkur
tvö spjöld, annað úr pappa og á það er skráð
greiðsla og er þeim raðað eftir stafrofsröð, hitt
er úr zinki eða pjátri, og er þeim raðað eftir póst-
stöðvum. Zinkspjöldin eru notuð til áritunar og
þau verða alltaf að vera á sínum stað. Ef kaup-
andi dregur of lengi að borga, verður að leita að
spjaldi hans og setja það til hliðar, þetta bakar
mikla fyrirhöfn, þegar margir eru sekir um van-
skil. Og svo )>egar loks kemur greiðsla, þarf að
setja það aftur á sinn rétta stað og senda blöð,
ef úr hafa fallið. Við þessar breytingar geta alltaf
orðið mistök. Bezt er því að þurfa aldrei að
hreyfa spjaldið. Þá kemur blaðið altaf á rétt-
um tíma, á rétta póststöð.
A öllum bréfum, sem okkur berast frá kaup-
endum, þarf að vera sama undirskrift og er á
spjöldunum hjá okkur. Sé t. d. N. N. Hóli, þurf-
um við að fara og leita í Bæjatali á Islandi og
sjá í hvaða svcitum cr til Hóll. Og þeir eru
mnrgir á íslandi. Munið l>að í öllum viðskiptum
við afgr., að nöfnin á skrám hjá okkur skipta
þúsundum ,og að þau ein festást okkur í minni
sem einhver vandræði eru bundin við. Vnnskila-
mennirnir gera okkur erfiðast fyrir. Auk þess
sem þeir sýna þann ó<Irengskap að láta okkur
senda sér blaðið — oftast allan árg. til encla —
án þess að senda greiðslu, baka þeir okkur margs-
konar fyrirhöfn — og eru miklu þyngri ómagar,
en í fljótu bragði kann að virðast.
Nú segja skilamennirnir: „Því eruð þið með
þennan söng. Hversvegna setjið þið ekki ákveð-
inn gjalddaga, og hættið að senda þeim, sem
ekki greiða á réttum tíma?“ Ef satt skal segja
væri slíkt óhugsandi. Við erum seinlátir Islend-
ingar og sveitamenn eiga oft örðuga aðstöðu að
koma frá sér gjaldi. Og svo er þetta orðinn sið-
ur, að greiða seint. Mörgum skilst það ekki,
_ að það er þjófnaður af versta tagi, að veita mót-
töku blöðum og ritum, en senda ekki greiðslu og
hirða ekki um póstkröfur. Reynslan er því sú,
að mestur hluti útsendra póstkrafna koma með
greiðslu seint og síðar meir eða eildursendar ó-
greiddar allt að einu ári eftir að þær eru sendar.
Ef póstafgreiðslur fylgdu settum reglum, og end-
ursendu póstkröfurnar hálfum mánuði eftir að
þær koma í ákvörðunarpósthúsið, fengju útgef-
endur megnið af þeim aftur í hausinn ógreiddar,
og slík endursending gæti riðið blöðunum að
fullu. Blöðin eiga þvi engan kost annan en þann,
að treysta kaupendum sínum, og eiga líf sitt
undir því, að það séu ekki nema örfáir, sem
ekki séu traustsins verðugir.
Og þannig hefur Útvarpstíðindum reynst flest-
ir kaupenda sinna og því koma þau enn, en þau
lifa ekki góðu lífi fyrr en þau fagna enn meiri og
greiðari, fljótari skilvísi, en nú er. Utg.
Happdræffí Háskóla Islands
Dreglð verdur í 10. flokki 10. des.
Vinningar eru 2009
746.000 krónur alts.
150
ÚTV ARPSTÍÐINDI