Útvarpstíðindi - 30.06.1947, Síða 3
ÚTVARPSTtÐINDI
267
koma út hálfsmánaðarlega.
Árgangurinn kostar kr. 25.00 og
greiðist fyrirfram. — Uppsögn er
bundin við áramót. — Afgreiðsla
Brávallagötu 50. Sími 5046. Heima-
sími afgreiðslu 5441. Póstbox 907.
Útgefandi: H.f. Hluslandinn.
Prentað í Isafoldarprentsmiðju h.f.
Ritstj. og ábyrgðarmenn: Vilhjálm-
ur S. Vilhjálmsson, Brávallagötu 50,
simi 4903, og Þorsteinn Jósepsson,
Grettisgölu 86.
ERLENDIR GESTIR
ÚTVARP FRÁ REYKHOLTI
í ÞESSUM MÁNUÐI dvelja hér á
landi átta útvarpsmenn frá Norður-
löndum, tveir frá Danmörku, þrír frá
Svíþjóð, tveir frá Noregi og einn frá
Finnlandi. Þeir koma hingað til þess
að ferðast um landið, kynna sér þjóð-
líf, lifnaðarhætti fólksins, atvinnu-
vegi, menningarstofnanir og svo
framvegis. Munu þeir fara víða um
landið, og mun Jón Magnússon frétta
stjóri Ríkisútvarpsins verða leiðsögu-
maður þeirra, en þeir njóta hér að-
stoðar Ríkisútvarpsins, sem mun
skipuleggja ferðir þeirra og sjá um,
að þeir hafi sem mest not af ferðinni.
Svíarnir og Finninn koma hingað
8. júlí, Norðmennirnir 10. júlí og
Danirnir 23. júlí.
Flestir eru þessir gestir starfs-
menn við frétta- og upplýsingadeild-
ir útvarpsstöðvanna, en nokkrir tekn-
iskir starfsmenn, enda munu verða
tekin viðtöl við íslendinga og flutt
erindi af þeim á plötur og stálþráð.
Samvinna mun vera fullkomin milli
útvarpsstöðvanna um þetta efni. Sví-
arnir heita: Olof Forsén, Brandill og
Ivarsson. Lanirnir: Aksel Dahlerup
og J. Callesen. Finninn: Vilhelm Zil-
liachus, og Norðmennirnir: Fr. Chr.
Vildhagen og Carl Lyche. — Það
þarf eklci að hvetja íslendinga til að
sýna mönnum gestrisni, en það er
líka mikils virði fyrir okkur, að þess-
um fulltrúum erlendra útvarpsstöðva,
sem ætla að líkindum að dvelja hér
í heilan mánuð og ferðast víða um
landið, sé sýnt hið bezta af gestrisni
okkar, að allar dyr standi þeim opn-
ar, og yfirleitt sé allt gert til þess að
ferð þeirra geti tekizt sem allra bezt.
Merkasti útvarpsviðburðurinn í
þessum mánuði verður án efa af-
hjúpun minnismerkisins um Snorra
Sturluson, sem fram fer í Reykholti
20. júlí. — Hér verður um að ræða
sögulegan viðburð. Norðmenn færa
okkur þetta minnismerki að gjöf. —
Gjöfin sjálf er glæsileg, en Norð-
menn láta ekki þar við sitja. Þeir
búa hingað mikinn og glæsilegan leið-
angur, glæsilegri en nokkur þjóð hef-
ur nokkru sinni sent til annars lands.
Ólafur ríkisarfi Norðmanna verður.
forystumaður fararinnar, en auk
hans koma forsætisráðherrann Ein-
ar Gerhardsen og tveir eða þrír ráð-
herrar með honum, forsetar beggja
þingdeilda, háskólakennarar og vís-
indamenn í norrænum fræðum, og
auk þeirra tveir fulltrúar allra helztu
stétta meðal norsku þjóðarinnar. —
Norðmenn sýna okkur íslendingum
mikla virðingu og vináttu með þessu